Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Yfirlýsing frá Sambandi garðyrkjubænda
Fréttir 30. nóvember 2016

Yfirlýsing frá Sambandi garðyrkjubænda

Að gefnu tilefni skal það áréttað að merki um vistvæna vottun er Sambandi garðyrkjubænda óviðkomandi. Samband garðyrkjubænda hefur hins vegar einkaleyfi á vörumerkinu ,,Íslensku fánaröndinni“ en hún stendur fyrst og fremst fyrir íslenskan uppruna vörunnar. 

Þeir sem nota það vörumerki þurfa til þess leyfi frá Sambandi garðyrkjubænda. 

Um þessar mundir stendur yfir innleiðing á gæðakerfi og endurskoðun á reglum um fánaröndina. Í framtíðinni mun Íslenska fánaröndin vera tákn um íslenskan uppruna og að þeir sem merkið nota fylgi fyrirfram mörkuðum gæðaferlum sem teknir eru út af þriðja aðila. Þegar er hafið reynsluverkefni í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna þess.

Samband garðyrkjubænda hvetur og styður félaga sína og aðra til að vanda til verka við merkingar og þiggur gjarnan ábendingar um það sem betur mætti fara í þeim efnum.  Jafnframt væri ánægjulegt að fá upplýsingar um þá sem eru til fyrirmyndar varðandi nákvæmni og gæði í merkingum.

Það er sameiginlegt verkefni framleiðenda, seljenda og kaupenda að standa vel að merkingum og veita nauðsynlegt aðhald til að svo megi verða.  Sambandi garðyrkjubænda er bæði ljúft og skylt að taka  þátt í því.

Skylt efni: Íslensk garðyrkja

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.