Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Yfirlýsing frá Sambandi garðyrkjubænda
Fréttir 30. nóvember 2016

Yfirlýsing frá Sambandi garðyrkjubænda

Að gefnu tilefni skal það áréttað að merki um vistvæna vottun er Sambandi garðyrkjubænda óviðkomandi. Samband garðyrkjubænda hefur hins vegar einkaleyfi á vörumerkinu ,,Íslensku fánaröndinni“ en hún stendur fyrst og fremst fyrir íslenskan uppruna vörunnar. 

Þeir sem nota það vörumerki þurfa til þess leyfi frá Sambandi garðyrkjubænda. 

Um þessar mundir stendur yfir innleiðing á gæðakerfi og endurskoðun á reglum um fánaröndina. Í framtíðinni mun Íslenska fánaröndin vera tákn um íslenskan uppruna og að þeir sem merkið nota fylgi fyrirfram mörkuðum gæðaferlum sem teknir eru út af þriðja aðila. Þegar er hafið reynsluverkefni í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna þess.

Samband garðyrkjubænda hvetur og styður félaga sína og aðra til að vanda til verka við merkingar og þiggur gjarnan ábendingar um það sem betur mætti fara í þeim efnum.  Jafnframt væri ánægjulegt að fá upplýsingar um þá sem eru til fyrirmyndar varðandi nákvæmni og gæði í merkingum.

Það er sameiginlegt verkefni framleiðenda, seljenda og kaupenda að standa vel að merkingum og veita nauðsynlegt aðhald til að svo megi verða.  Sambandi garðyrkjubænda er bæði ljúft og skylt að taka  þátt í því.

Skylt efni: Íslensk garðyrkja

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.

Samtalið hefst í júní
Fréttir 18. júní 2024

Samtalið hefst í júní

Núverandi búvörusamningar gilda til og með 31. desember 2026. Því ætti nýtt stuð...

Áhrifin að fullu ljós í haust
Fréttir 18. júní 2024

Áhrifin að fullu ljós í haust

Tjón hefur mjög víða orðið hjá sauðfjárbændum á Norðurlandi eftir óveðrið á dögu...

Mikið álag á bændum
Fréttir 18. júní 2024

Mikið álag á bændum

Staðan er þung þar sem tún koma mikið kalin undan vetri. Ótíðin undanfarið hefur...