Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stjórn Vaðlaheiðarganga kynnti opnun vefsíðunnar veggjald.is í Vaðlaheiðargöngum í vikunni, en innheimta veggjalda fer fram á þeirri síðu. Stök ferð kostar 1.500 kronur, en afsláttarkjör fást kaupi menn fleiri ferðir fyrirfram.
Stjórn Vaðlaheiðarganga kynnti opnun vefsíðunnar veggjald.is í Vaðlaheiðargöngum í vikunni, en innheimta veggjalda fer fram á þeirri síðu. Stök ferð kostar 1.500 kronur, en afsláttarkjör fást kaupi menn fleiri ferðir fyrirfram.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 17. desember 2018

Vonast til að opna fyrir jól

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Þess er vænst að unnt verði að hleypa umferð í gegnum Vaðlaheiðargöng fyrir jól, en formleg gjaldtaka hefst 2. janúar næstkomandi. Göngin verða opnuð með pomp og prakt 12. janúar. Framkvæmdir hafa staðið yfir frá því um mitt ár 2013, eða í fimm og hálft ár.
 
Vegfarendur sem aka um Vaðlaheiðargöng greiða veggjald. Ekkert gjaldskýli verður við göngin heldur verður gjald innheimt í gegnum vefsíðuna veggjald.is þar sem hægt er að stofna aðgang. Tveir verðflokkar verða í gangi, fyrir bíla undir 3.500 kílóum kostar ein stök ferð 1.500 krónur, 1.250 ef keyptar eru 10 ferðir í einu, 900 krónur ef keyptar eru 40 ferðir og gjaldið fer niður í 700 krónur ef keyptar eru 100 ferðir. Fyrir stærri bíla, yfir 3.500 kílóum, kostar stök ferð 6.000 krónur, en 5.220 krónur ef keyptar eru 40 ferðir. 
 
Vegfarendur geta nú þegar skráð sig á vefsíðuna veggjald.is, en hægt er að skrá allt að þrjú ökutæki á hvert greiðslukort. Þeir sem hyggjast fara um göngin og hafa ekki skráð bifreiðar sínar geta greitt áður en lagt er í hann og allt að þremur tímum eftir hana. Sé ferð ekki greidd að þeim tíma loknum verður veggjaldið innheimt af skráðum eiganda ökutækis að viðbættu þúsund króna álagi. Myndavélar eru í göngunum og taka myndir af númerum bílanna sem um þau fara.
 
Heildarlengd ganganna með vegskálum er um 7,5 kílómetrar. Vegir að göngunum austan og vestan megin Vaðlaheiðar er rúmlega 4 km.
 
Með Vaðlaheiðargöngum styttist þjóðvegur 1 frá Akureyri til Húsavíkur um 16 km.  

Skylt efni: Vaðlaheiðargöng

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...