Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Fjölbreyttir snertifletir fæðuöryggis voru ræddir í pallborði málþingsins.
Fjölbreyttir snertifletir fæðuöryggis voru ræddir í pallborði málþingsins.
Mynd / ghp
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþingi sem Landbúnaðarháskóli Íslands og Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands stóðu fyrir fimmtudaginn 20. febrúar sl. í Þjóðminjasafni Íslands.

„Tilgangur málþingsins var að halda umræðunni lifandi og varpa ljósi á hve marga snertifleti fæðuöryggi hefur. Þess vegna fóru framsögumenn okkar yfir ólík viðfangsefni, skilgreiningu á fæðuöryggi, hvaða vinna hefur verið unnin, hvar við stöndum vel og hvar illa, næringarfræði og neyðarbirgðir heimila, fæðuöryggi í alþjóðlegu samhengi og stöðu okkar í því samhengi,“ segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson, aðjunkt og brautarstjóri hjá LbhÍ, en hann var fundarstjóri málþingsins.

Að bregðast við rofi á aðfangakeðju

Þeir Jóhannes Sveinbjörnsson frá LbhÍ, Ólafur Ögmundarson frá HÍ og Torfi Jóhannesson frá Nordic Insight héldu erindi. Jóhannes útskýrði ýmis hugtök tengd fæðuöryggi og ræddi fæðukerfi heimsins út frá sjónarhóli hugtaksins. Hann fór yfir þá vinnu sem stjórnvöld hafa gengið í með útgáfu bæði skýrslu um fæðuöryggi á Íslandi og tillögum og greinargerð um aðgerðir til að auka fæðuöryggi á Íslandi.

Ólafur skýrði frá verkefni vinnuhóps sem móta á tillögur um tegundir og magn neyðarbirgða matvæla sem þyrftu að vera til staðar í landinu ef aðfangakeðjur rofna. Von er á niðurstöðum þeirrar vinnu á næstu misserum. Torfi ræddi virðiskeðjur út frá alþjóðlegu sjónarhorni og þær mögulegu ógnanir sem stæðu gagnvart fæðuöryggi á Íslandi.

„Málefnið hefur ótal snertifleti, eins og orkuöryggi, birgðastöðu olíu, birgðastöðu á hráefnum til fóðurgerðar og til manneldis, fjölda virkjana, fjölda hafna, fjölda flugvalla. Hvað gerist ef einn af okkar lykilinnviðum heltist úr lestinni?“ segir Helgi Eyleifur.

Orkuöryggi ofarlega

Að loknum erindum frummælenda tóku framsögumenn, ásamt Margréti Gísladóttur frá Samtökum fyrirtækja í landbúnaði og Sigurði Eyþórssyni frá matvælaráðuneytinu, þátt í pallborði. Fundarmenn vörpuðu fram fjölbreyttum spurningum sem tengjast málefninu, varðandi þætti eins og neyðarbirgðir, áhættusviðsmyndir, áburðarmál, framleiðslugetu með takmörkuðum aðföngum og þátt tollverndar en orkuöryggi og orkuinnviðir voru ofarlega í hugum fundarmanna.

Fundarstjórinn lauk þinginu með ákalli til stjórnvalda um að setja fæðuöryggið á dagskrá með afgerandi hætti. „Í raun þyrfti miklu stærra málþing til að fara skilmerkilega yfir alla þætti. Matvælaþing væri tilvalið. En það hefur líka mikil vinna verið unnin nú þegar og margar skýrslur skrifaðar. Það er alveg kominn tími til að stjórnvöld taki ábyrgð og komi verkefninu, að tryggja fæðuöryggi þjóðar, úr formi skýrsluskrifa í form framkvæmda og ábyrgðar á málaflokknum og þá helst í samstarfi við einkarekin fyrirtæki,“ segir Helgi Eyleifur.

Skylt efni: fæðuöryggi

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.