Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ingvi Stefánsson.
Ingvi Stefánsson.
Mynd / HKr.
Fréttir 18. janúar 2021

Vill að tollasamningar við ESB verði endurskoðaðir

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Félag svínabænda hélt aðalfund sinn núna í gegnum fjarfundar­búnað föstudaginn 11. desember. Stjórn er óbreytt og er Ingvi Stefánsson áfram formaður, Geir Gunnar Geirsson varaformaður og Sveinn Jónsson ritari. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi tillögur:

Endurskoðun félagskerfis bænda

  • Aðalfundur Félags svínabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 11. desember 2020 styður fram komnar hugmyndir stjórnar BÍ um veltutengt félagsgjald. Enda sé því varið í öfluga hagsmunagæslu fyrir allar greinar landbúnaðarins og hún endurspeglist í fjárframlögum viðkomandi búgreinar

Endurskoðun tollasamnings Íslands við ESB

  • Aðalfundur Félags svínabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 11. desember 2020, skorar á stjórnvöld að endurskoða tollasamning við ESB um búvörur sem tók gildi 1. maí 2018. Það að ekki skyldi í upphafi verið tekið tillit til mismunandi stærða markaða, hafði í för með sér að það voru engar forsendur fyrir samningnum strax við undirritun hans. Örríki sem telur um 350 þúsund íbúa getur aldrei staðið undir samningi tonn á móti tonni við 500 milljóna manna markað. Hrun í ferðamannamarkaði í kjölfar Covid, ásamt BREXIT hafa svo sett punktinn yfir i-ið til að fullkomna forsendubrestinn. 
Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.