Ingvi Stefánsson.
Ingvi Stefánsson.
Mynd / HKr.
Fréttir 18. janúar 2021

Vill að tollasamningar við ESB verði endurskoðaðir

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Félag svínabænda hélt aðalfund sinn núna í gegnum fjarfundar­búnað föstudaginn 11. desember. Stjórn er óbreytt og er Ingvi Stefánsson áfram formaður, Geir Gunnar Geirsson varaformaður og Sveinn Jónsson ritari. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi tillögur:

Endurskoðun félagskerfis bænda

  • Aðalfundur Félags svínabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 11. desember 2020 styður fram komnar hugmyndir stjórnar BÍ um veltutengt félagsgjald. Enda sé því varið í öfluga hagsmunagæslu fyrir allar greinar landbúnaðarins og hún endurspeglist í fjárframlögum viðkomandi búgreinar

Endurskoðun tollasamnings Íslands við ESB

  • Aðalfundur Félags svínabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 11. desember 2020, skorar á stjórnvöld að endurskoða tollasamning við ESB um búvörur sem tók gildi 1. maí 2018. Það að ekki skyldi í upphafi verið tekið tillit til mismunandi stærða markaða, hafði í för með sér að það voru engar forsendur fyrir samningnum strax við undirritun hans. Örríki sem telur um 350 þúsund íbúa getur aldrei staðið undir samningi tonn á móti tonni við 500 milljóna manna markað. Hrun í ferðamannamarkaði í kjölfar Covid, ásamt BREXIT hafa svo sett punktinn yfir i-ið til að fullkomna forsendubrestinn. 
Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997
Fréttir 26. febrúar 2021

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997

Árið 2020 voru 2.320 hross flutt út frá Íslandi en eftirspurn eftir íslenska hes...

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga
Fréttir 26. febrúar 2021

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga

Fyrstu niðurstöður úr mæl­ingu á kolefnisfótspori garðyrkju­stöðvarinnar Lambhag...

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun
Fréttir 25. febrúar 2021

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt skýrslu um tilraunaverkefni á ve...

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni
Fréttir 25. febrúar 2021

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni

Þingsályktun um þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og not...

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum
Fréttir 25. febrúar 2021

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum

Einn geitfjárræktandi var í hópi umsækjenda um styrk úr Matvælasjóði. Hann fékk ...

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla
Fréttir 24. febrúar 2021

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla

Á aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla, sem haldinn var í gær með fjarfunda...

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum
Fréttir 23. febrúar 2021

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum

Fyrirtækið Navistar í Banda­ríkjunum tekur þátt í inn­leiðingu nýrra orkugjafa í...

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja
Fréttir 19. febrúar 2021

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja

Kínverjar kynntu til sögunnar glænýja sjálfstýrða vetnis- og rafhlöðuknúna drátt...