Skylt efni

Félag svínabænda

Svínabændur samþykkja sameiningu við Bændasamtök Íslands
Fréttir 4. maí 2021

Svínabændur samþykkja sameiningu við Bændasamtök Íslands

Félag svínabænda hélt aðalfund sinn með fjarfundarbúnaði 30. apríl. Var samþykkt samhljóða að sameinast Bændasamtökum Íslands í nýju félagskerfi bænda. Þá var samþykkt ályktun um að hvetja stjórnvöld til að stórauka fjármagn til innlendrar akuryrkju á næstu árum, í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og Bændasamtök Íslands.

Salan aldrei meiri hjá svínabændum en afkoman lök
Líf og starf 23. apríl 2021

Salan aldrei meiri hjá svínabændum en afkoman lök

Samkvæmt tölum úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um framleiðslu og sölu á kjöti á síðasta ári, seldist svínakjöt meira en kindakjöt frá afurðastöðvum – en það er fyrsta skipti sem slíkt gerist. Enn er alifuglakjöt afgerandi mest selda tegundin á Íslandi þótt salan hafi dregist saman um 7,7 prósent á síðasta ári frá 2019. Svínakjötssala jókst...

Vill að tollasamningar við ESB verði endurskoðaðir
Fréttir 18. janúar 2021

Vill að tollasamningar við ESB verði endurskoðaðir

Félag svínabænda hélt aðalfund sinn núna í gegnum fjarfundar­búnað föstudaginn 11. desember. Stjórn er óbreytt og er Ingvi Stefánsson áfram formaður, Geir Gunnar Geirsson varaformaður og Sveinn Jónsson ritari. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi tillögur:

Tollasamningurinn sem tók gildi 2018 – hverju hefur hann skilað?
Skoðun 3. desember 2020

Tollasamningurinn sem tók gildi 2018 – hverju hefur hann skilað?

Nýverið skrifuðu Breki Karlsson formaður og Brynhildur Pétursdóttir frkv.stj. Neytendasamtakanna, greinina „Tollar, tap og traust“. Í þeirri grein er m.a. eftirfarandi fullyrðing sett fram um tollasamning sem gerður var við ESB 2015 og tók gildi 1. maí 2018. „Samningurinn var mikilvægt og löngu tímabært skref sem hefur skilað neytendum lægra verði....

Hyggst reisa nýtt svínabú í Eyjafirði í samstarfi við Norðlenska
Fréttir 21. nóvember 2018

Hyggst reisa nýtt svínabú í Eyjafirði í samstarfi við Norðlenska

„Við svínabændur stöndum á krossgötum og sjálfur hef ég um skeið verið að gera upp við mig hvort ég eigi að leggja út í umtalsverðar fjárfestingar eða láta gott heita, kyrrstaða er ekki í boði,“ segir Ingvi Stefánsson, svínabóndi á Teigi í Eyja­fjarðarsveit og formaður Félags svínabænda.

Ódýrara Ísland!
Skoðun 20. september 2018

Ódýrara Ísland!

Þann 8. september sl. boðaði Viðreisn til blaðamannafundar undir slagorðinu „Ódýrara Ísland“. Þar voru kynnt áherslumál flokksins á komandi vetri.

Milliliðir greinilega að taka meira til sín
Fréttir 24. ágúst 2018

Milliliðir greinilega að taka meira til sín

Verð á svínakjöti til neytenda hefur hækkað umtalsvert undanfarin fimm ár. Á sama tíma hefur verð sem bændur fá fyrir afurðir sínar lækkað um 11%. „Milliliðirnir hafa greinilega verið að taka meira til sín,“ segir Ingvi Stefánsson, svínabóndi á Teigi í Eyjafjarðarsveit og formaður Félags svínabænda.

Íslenskir svínabændur vilja ekki keppa með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak
Fréttir 15. maí 2018

Íslenskir svínabændur vilja ekki keppa með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak

Á aðalfundi Svínaræktarfélags Íslands lýsti formaður samstarfi íslenskra svínabænda við TopigsNorsvin í Noregi þaðan sem allt erfðaefni kemur fyrir íslenska svínarækt. Þar kom fram að í Hollandi virðist það vera viðtekin venja að beita hormónagjöfum í svínaræktinni.

Geldingar í svínarækt nær aflagðar á Íslandi – líklega einsdæmi í heiminum
Fréttir 9. maí 2018

Geldingar í svínarækt nær aflagðar á Íslandi – líklega einsdæmi í heiminum

Ingva Stefánsson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir neytendur ekki nógu upplýsta um að geldingar á grísum séu nánast aflagðar á Íslandi. Þá séu dýrin laus við fjölónæmar bakteríur og íslenskir svínabændur hafi verið að innleiða ásamt Norðmönnum metnaðarfyllstu löggjöf í heimi þegar kemur að velferð svína.