Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Verð á svínakjöti til neytenda hefur hækkað umtalsvert undanfarin fimm ár. Bændur fá minna í sinn hlut, eða 11% lægra verð en þeir fengu árið 2013.
Verð á svínakjöti til neytenda hefur hækkað umtalsvert undanfarin fimm ár. Bændur fá minna í sinn hlut, eða 11% lægra verð en þeir fengu árið 2013.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 24. ágúst 2018

Milliliðir greinilega að taka meira til sín

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Verð á svínakjöti til neytenda hefur hækkað umtalsvert undanfarin fimm ár. Á sama tíma hefur verð sem bændur fá fyrir afurðir sínar lækkað um 11%. „Milliliðirnir hafa greinilega verið að taka meira til sín,“ segir Ingvi Stefánsson, svínabóndi á Teigi í Eyjafjarðarsveit og formaður Félags svínabænda. 
 
„Þessi þróun hefur átt sér stað á sama tíma og innflutningur á svínakjöti hefur margfaldast að magni.“
Samhliða auknum innflutningi segir Ingvi svínabændur skynja sterkt hvað neytendur eru ósáttir við hvað upprunamerkingum kjöts sem það kaupir í verslunum er ábótavant. 
 
„Í mínum huga liggja okkar stærstu sóknarfæri í því að koma á regluverki sem tryggir að neytendur viti alltaf um uppruna þess kjöts sem það kaupir. Neytendur eru oft í góðri trú að grípa með sér bakka af kjöti sem lítur út fyrir að eiga uppruna sinn hér á landi en á daginn kemur að langur vegur er því frá,“ segir hann.
 
Lakari kröfur um aðbúnað ytra
 
Ingvi segir að samkeppni íslenskra svínabænda við innflutt kjöt sé enn að aukast með gildistöku nýs tollasamnings við Evrópusambandið og einnig hafi hertar kröfur verið teknar upp hér á landi um aðbúnað svína. Þær kröfur kalli á betri aðbúnað svína hér á landi, heilnæmi afurða og notkun sýklalyfja sé mun strangari hér en í þeim löndum þar sem kjötið er flutt inn frá. 
 
Ingvi Stefánsson, svínabóndi á Teigi í Eyjafjarðarsveit og formaður Félags svínabænda. Mynd / HKr.
 
„Við erum sátt við auknar kröfur og finnst jákvætt að þær séu gerðar, það eru einnig okkar hagsmunir að aðbúnaður sé eins og best verður á kosið og lyfjanotkun haldið í algjöru lágmarki.  Óneitanlega þykir okkur samt ósanngjarnt að innflutningur sé aukinn á sama tíma frá löndum þar sem mun lakari kröfur eru gerðar um aðbúnað svína,“ segir hann.
 
Tvískinnungur hjá stjórnvöldum
 
Ingvi segir tvískinnung í gangi hjá stjórnvöldum þegar að þessum málum komi, auknar kröfur séu gerðar til innlendra svínabænda á sama tíma og erlent kjöt flæði yfir markaðinn frá löndum sem ekki uppfylli þær kröfur sem gerðar séu til innlendu bændanna.
 
„Samkeppnin verður svo skökk okkur í óhag,“ segir hann.
 
Aðbúnaðarreglugerðin sem tók gildi 2015 hefur í för með sér að svínabændur þurfi að leggja út í kostnaðarsamar breytingar á búum sínum. Ingvi metur stöðuna á þann veg að innan fárra ára muni svínabændum enn hafa fækkað og verði harla fáir eftir um hituna. Nú þegar séu innan við 10 framleiðendur innan Félags svínabænda og nokkrir að auki utan félags með lítinn rekstur.
 
Ingvi segir svínabændur hafa áhyggjur af MRSA bakteríu sem finna megi í öllum hinum vestræna heimi og hafi nýverið stungið sér niður í Noregi sem hafi verið laus undan henni til þessa. Þar var brugðið á það ráð að skera niður stofninn á þeim búum sem hún kom upp á. 
 
„Við höfum spurst fyrir um hvernig bregðast eigi við hér á landi komi bakterían upp. Svör höfum við ekki fengið þar um, það er allt í lausu lofti.“ 
 
 
Eins og sjá má á línuriti frá Hagstofunni hefur verð sem svínabændur fá fyrir afurðir sínar lækkað um 11% á fimm ára tímabili, frá árinu 2013.
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...