Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia, og Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Qair Ísland, eftir að viljayfirlýsingin var undirrituð.
Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia, og Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Qair Ísland, eftir að viljayfirlýsingin var undirrituð.
Mynd / Aðsend
Fréttir 8. nóvember 2023

Viljayfirlýsing um framleiðslu á umhverfisvænu ammoníaki

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrirtækin Qair Ísland og Atmonia hafa gert með sér samstarfssamning um framleiðslu á umhverfisvænu ammoníaki á Grundartanga. Gert er ráð fyrir að framleiðsla verði komin í gang árið 2028.

Um viljayfirlýsingu er að ræða þar sem stefnt verður að því að hagnýta nýja tækni Atmonia til að framleiða ammoníak sem umhverfisvænan orkugjafa, með sjálfbæru hráefni frá Qair; eins og raforku og vatni.

Orkuframleiðsla úr endurnýjanlegum auðlindum

Qair Group er raforkuframleiðandi með langa reynslu af því að þróa og reka innviði til orkuframleiðslu úr endurnýjanlegum auðlindum og starfar nú í 18 löndum.

Frá 2019 hefur vetnisframleiðsla verið mikilvæg stoð í stefnu Qair, sem rekur nú slík verkefni í Frakklandi, Íslandi og Brasilíu. Staðsetning framleiðslustöðvarinnar á amm­oníakinu á Grundartanga verður einmitt við nýju vetnisvinnslustöð Qair sem er í þróun.

Tvær markverðar vörur í þróun

Atmonia er nýsköpunarfyrirtæki, stofnað 2016, sem er með tvenns konar vöruþróun í vinnslu sem munu geta lagt mikið af mörkum í baráttunni gegn loftslagsvandanum.

Önnur varan gengur út á framleiðslu á ammoníaki úr lofti og vatni án þess að losa gróðurhúsalofttegundir, en talið er að um tvö prósent af koltvísýringslosun af mannavöldum í heiminum megi rekja til núverandi framleiðsluaðferðar ammoníaks. Vinsældir ammóníaks sem orkugjafi á skip og aðrar stórar vélar eru að aukast sem gerir hina nýju aðferð Atmonia mjög vænlega til nánustu framtíðar. Hin vara fyrirtækisins gengur út á framleiðslu á sjálfbæru nítrati úr ammoníaki en núverandi nítratframleiðsla er sérstaklega mengandi ferli. Nítratið mun nýtast sem áburður og getur stuðlað að sjálfbærni og fæðuöryggi á tilteknum svæðum.

Tvær viðurkenningar

Atmonia hefur nýlega hlotnast tvær viðurkenningar fyrir árangur sinn.

Í sumar hlaut fyrirtækið viðurkenningu úr Nýsköpunarsjóði dr. Þorsteins Inga Sigfússonar við Háskóla Íslands árið 2023. Þetta er í þriðja sinn sem viðurkenning er veitt úr sjóðnum en tilgangur hans er að stuðla að auknum áhuga á nýsköpun og styrkja efnilega frumkvöðla, nemendur eða vísindamenn, sem með einhverjum hætti sinna verkefnum eða rannsóknum er lúta að nýsköpun.

Getur aukið hróður íslenskrar tækni

Nýverið fékk svo Atmonia Nýsköpunarverðlaun Samorku 2023. Í greinargerð Samorku um viðurkenninguna segir að tækni Atmonia sé einkaleyfavarin sem beri vott um nýnæmi hennar.

„Við mat dómnefndar var horft til ýmissa þátta eins og nýnæmis, samsetningar teymis, verðmætis fyrir Ísland, markaðstækifæra, verðmætis m.t.t. loftslagsmála og nýtingar orku, vatns og hliðarstrauma fyrir verkefnið. Það er mat dómnefndar að verkefni Atmonia mæti mjög vel lýsingu Samorku á nýsköpunar- verðlaununum og þeim þáttum sem hér voru nefndir. Dómnefndin var einróma í mati sínu og telur að framgangur verkefnisins geti haft afar jákvæð og þýðingarmikil áhrif. Má þar nefna nýtingu hreinnar
innlendrar orku fyrir eldsneytis- og áburðarframleiðslu, minnkun kolefnislosunar, auknar útflutnings- tekjur og minni innflutning erlendra afurða. Verkefnið getur einnig nýst víða annars staðar og aukið hróður íslenskrar tækni erlendis,“ segir í umsögn dómnefndarinnar.

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...