Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Norðmenn vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ef til þess kæmi að truflun yrði á innflutningi matvæla til landsins.
Norðmenn vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ef til þess kæmi að truflun yrði á innflutningi matvæla til landsins.
Fréttir 19. febrúar 2018

Vilja setja upp kornlager með varabirgðum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir / Nationen
Meirihluti norska þingsins fer þess nú á leit við ríkisstjórn landsins að leggja áherslu á málefni um að setja upp kornlager með varabirgðum árið 2019 til að mæta ófyrirséðum truflunum á innflutningi matvæla. 
 
Málið var tekið fyrir í atvinnunefnd þingsins í síðustu viku og segir formaður nefndarinnar, Geir Pollestad, að mikill meirihluti sé fyrir því í þinginu að byggja eigi upp eigin lager af matkorni í Noregi þar sem varabirgðir séu geymdar.
 
„Við biðjum ekki um að ríkisstjórnin íhugi þörf fyrir lager með varabirgðum heldur að kostnaðargreina verkefnið, hversu lengi við ætlum að hafa slíkan lager og aðra hagnýta hluti sem tengjast þessu,“ segir Geir í samtali við Nationen. 
 
Nils Kristen Sandtrøer hjá Verkamannaflokknum segir að flokkurinn leggi áherslu á málefnið vegna loftslagsbreytinga og almennra öryggisþátta. Loftslagsbreytingar leiði af sér meiri áskoranir fyrir kornrækt í landinu og að í nánustu framtíð verði meiri þurrkar á ákveðnum svæðum í heiminum þar sem í dag er stunduð mikil kornrækt. Þetta þýði að Noregur þurfi hagnýta og sterka stefnu sem skapi jafnframt störf og verðmætasköpun í landinu. 
 
Meirihluti þingsins leggur áherslu á að matvælaöryggi í Noregi sé tryggt með innlendri framleiðslu, verslun og að standa vörð um framleiðsluna. Framboð innan matvælageirans byggist bæði á innlendri framleiðslu og innflutningi sem verði einnig að vera hægt að viðhalda þegar kreppir að. Því snýst málið ekki um að loka á erlenda markaði því neytendur í Noregi séu háðir því að flytja inn mikilvæg matvæli, vélar og tæki. 
 

Skylt efni: Fæðuröryggi | Noregur

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...