Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Norðmenn vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ef til þess kæmi að truflun yrði á innflutningi matvæla til landsins.
Norðmenn vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ef til þess kæmi að truflun yrði á innflutningi matvæla til landsins.
Fréttir 19. febrúar 2018

Vilja setja upp kornlager með varabirgðum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir / Nationen
Meirihluti norska þingsins fer þess nú á leit við ríkisstjórn landsins að leggja áherslu á málefni um að setja upp kornlager með varabirgðum árið 2019 til að mæta ófyrirséðum truflunum á innflutningi matvæla. 
 
Málið var tekið fyrir í atvinnunefnd þingsins í síðustu viku og segir formaður nefndarinnar, Geir Pollestad, að mikill meirihluti sé fyrir því í þinginu að byggja eigi upp eigin lager af matkorni í Noregi þar sem varabirgðir séu geymdar.
 
„Við biðjum ekki um að ríkisstjórnin íhugi þörf fyrir lager með varabirgðum heldur að kostnaðargreina verkefnið, hversu lengi við ætlum að hafa slíkan lager og aðra hagnýta hluti sem tengjast þessu,“ segir Geir í samtali við Nationen. 
 
Nils Kristen Sandtrøer hjá Verkamannaflokknum segir að flokkurinn leggi áherslu á málefnið vegna loftslagsbreytinga og almennra öryggisþátta. Loftslagsbreytingar leiði af sér meiri áskoranir fyrir kornrækt í landinu og að í nánustu framtíð verði meiri þurrkar á ákveðnum svæðum í heiminum þar sem í dag er stunduð mikil kornrækt. Þetta þýði að Noregur þurfi hagnýta og sterka stefnu sem skapi jafnframt störf og verðmætasköpun í landinu. 
 
Meirihluti þingsins leggur áherslu á að matvælaöryggi í Noregi sé tryggt með innlendri framleiðslu, verslun og að standa vörð um framleiðsluna. Framboð innan matvælageirans byggist bæði á innlendri framleiðslu og innflutningi sem verði einnig að vera hægt að viðhalda þegar kreppir að. Því snýst málið ekki um að loka á erlenda markaði því neytendur í Noregi séu háðir því að flytja inn mikilvæg matvæli, vélar og tæki. 
 

Skylt efni: Fæðuröryggi | Noregur

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...