Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Virkjun vindorku verður sífellt hagkvæmari og samkeppnishæfari kostur við raforkuframleiðslu.
Virkjun vindorku verður sífellt hagkvæmari og samkeppnishæfari kostur við raforkuframleiðslu.
Fréttir 9. ágúst 2019

Vilja reisa vindorkugarð í Dalabyggð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mat á umhverfisáhrifum fyrir allt að 115 MW vindorkugarð í landi Sólheima í Dalabyggð, Dalasýslu er hafið. Að framkvæmdum stendur fyrirtækið Quadran Iceland Development ehf., fyrirtækið ERM í samstarfi við Mannvit stendur að gerð umhverfismats. Öllum er frjálst að senda inn ábend­ingar og athugasemdir en frestur til þess rennur út 1. ágúst næst­komandi. Verkefnið er á skipulags- og þróunarstigi.
 
Framkvæmdasvæðið sem um ræðir er á 3.200 hektara landi á eystri mörkum sveitarfélagsins Dalabyggðar. Laxárdalsvegur liggur á um 8 kílómetra kafla í gegnum framkvæmdasvæðið. Um 10 kílómetra fjarlægð til austurs er að Borðeyri en 23 kílómetrar í meginbyggðakjarna sveitarfélagsins, Búðardal.
 
Stórt og gott landsvæði
 
Þrjár mögulegar staðsetningar voru skoðaðar fyrir þetta verkefni og varð svæðið á Sólheimum fyrir valinu þar sem þar þóttu bestu eiginleikar vera fyrir hendi fyrir þá gerð vindorkugarðs sem til stendur að reisa. Staðurinn býður að auki upp á stórt landsvæði með stöðugum og sterkum vindstrengjum á afskekktu svæði, fjarri byggð. Svæðið býr að góðu aðgengi við núverandi vegakerfi og er með nálæga tengingu við raforkukerfi, að því er fram kemur í skýrslunni Vindorkugarður í landi Sólheima, Dalabyggð. 
 
27 vindmyllur
 
Stefnt er að verkhönnun vindmylla í tveimur áföngum. Sá fyrri samanstendur af 20 vindmyllum með hámarksafköst upp á 85 MW og sá síðari af 7 vindmyllum til viðbótar með hámarksafköst upp á 30MW, en sá áfangi verður í biðstöðu þar til afkastageta næst í raforkukerfinu.  Að loknum báðum áföngum samanstendur verkefnið af 27 vindmyllum með hámarksafköst upp á 115 MW. Rafmagn verður leitt frá myllunum með millispennustreng um jörð í innri aðveitustöðu sem tengist í aðra slíka og verður rafmagni þar breytt í hærri spennu áður en það verður flutt í raforkukerfið.
 
Vindorkutæknin verður sífellt hagkvæmari
 
Fram kemur í skýrslunni að fram til þessa hafi vindorka ekki fengið mikla athygli á Íslandi vegna hærri kostnaðar í samanburði við jarðhita og vatnsafl. Einnig að með framþróun vindorkutækni sé virkjun vindorku þó sífellt hagkvæmari og samkeppnishæfari kostur. Landsvirkjun hafi kannað nánar möguleika á vindorkuframleiðslu í landinu með fjárfestingum í rannsóknum á vindorku og þróunarverkefnum og hafi þær sýnt að hagstæð skilyrði fyrir nýtingu vindorku megi finna á mörgum stöðum á landinu og að áhrif virkjunar vindorku séu ekki mikil í samanburði við aðrar tegundir virkjana. Þar kemur til dæmis fram að líkt og öll stór mannvirki hafa vindmyllur óhjákvæmilega áhrif á ásýnd umhverfisins. Varanleg áhrif á heildarsýn umhverfisins eru þó ekki talin mikil í samanburði við aðra virkjanakosti. Vindmyllur og undirstöður megi auðveldlega fjarlægja ef leggja á framleiðsluna niður og þá er landið nær óspillt. 
 

Skylt efni: Vindmyllur | Dalabyggð

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f