Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Virkjun vindorku verður sífellt hagkvæmari og samkeppnishæfari kostur við raforkuframleiðslu.
Virkjun vindorku verður sífellt hagkvæmari og samkeppnishæfari kostur við raforkuframleiðslu.
Fréttir 9. ágúst 2019

Vilja reisa vindorkugarð í Dalabyggð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mat á umhverfisáhrifum fyrir allt að 115 MW vindorkugarð í landi Sólheima í Dalabyggð, Dalasýslu er hafið. Að framkvæmdum stendur fyrirtækið Quadran Iceland Development ehf., fyrirtækið ERM í samstarfi við Mannvit stendur að gerð umhverfismats. Öllum er frjálst að senda inn ábend­ingar og athugasemdir en frestur til þess rennur út 1. ágúst næst­komandi. Verkefnið er á skipulags- og þróunarstigi.
 
Framkvæmdasvæðið sem um ræðir er á 3.200 hektara landi á eystri mörkum sveitarfélagsins Dalabyggðar. Laxárdalsvegur liggur á um 8 kílómetra kafla í gegnum framkvæmdasvæðið. Um 10 kílómetra fjarlægð til austurs er að Borðeyri en 23 kílómetrar í meginbyggðakjarna sveitarfélagsins, Búðardal.
 
Stórt og gott landsvæði
 
Þrjár mögulegar staðsetningar voru skoðaðar fyrir þetta verkefni og varð svæðið á Sólheimum fyrir valinu þar sem þar þóttu bestu eiginleikar vera fyrir hendi fyrir þá gerð vindorkugarðs sem til stendur að reisa. Staðurinn býður að auki upp á stórt landsvæði með stöðugum og sterkum vindstrengjum á afskekktu svæði, fjarri byggð. Svæðið býr að góðu aðgengi við núverandi vegakerfi og er með nálæga tengingu við raforkukerfi, að því er fram kemur í skýrslunni Vindorkugarður í landi Sólheima, Dalabyggð. 
 
27 vindmyllur
 
Stefnt er að verkhönnun vindmylla í tveimur áföngum. Sá fyrri samanstendur af 20 vindmyllum með hámarksafköst upp á 85 MW og sá síðari af 7 vindmyllum til viðbótar með hámarksafköst upp á 30MW, en sá áfangi verður í biðstöðu þar til afkastageta næst í raforkukerfinu.  Að loknum báðum áföngum samanstendur verkefnið af 27 vindmyllum með hámarksafköst upp á 115 MW. Rafmagn verður leitt frá myllunum með millispennustreng um jörð í innri aðveitustöðu sem tengist í aðra slíka og verður rafmagni þar breytt í hærri spennu áður en það verður flutt í raforkukerfið.
 
Vindorkutæknin verður sífellt hagkvæmari
 
Fram kemur í skýrslunni að fram til þessa hafi vindorka ekki fengið mikla athygli á Íslandi vegna hærri kostnaðar í samanburði við jarðhita og vatnsafl. Einnig að með framþróun vindorkutækni sé virkjun vindorku þó sífellt hagkvæmari og samkeppnishæfari kostur. Landsvirkjun hafi kannað nánar möguleika á vindorkuframleiðslu í landinu með fjárfestingum í rannsóknum á vindorku og þróunarverkefnum og hafi þær sýnt að hagstæð skilyrði fyrir nýtingu vindorku megi finna á mörgum stöðum á landinu og að áhrif virkjunar vindorku séu ekki mikil í samanburði við aðrar tegundir virkjana. Þar kemur til dæmis fram að líkt og öll stór mannvirki hafa vindmyllur óhjákvæmilega áhrif á ásýnd umhverfisins. Varanleg áhrif á heildarsýn umhverfisins eru þó ekki talin mikil í samanburði við aðra virkjanakosti. Vindmyllur og undirstöður megi auðveldlega fjarlægja ef leggja á framleiðsluna niður og þá er landið nær óspillt. 
 

Skylt efni: Vindmyllur | Dalabyggð

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...