Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stofn færeyska hestsins telur færri en 100 dýr.
Stofn færeyska hestsins telur færri en 100 dýr.
Mynd / Wikimedia Commons
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar að hefja útflutning. Mjög fáir hafa áhuga á að ala hrossin í Færeyjum og eru einungis hundrað einstaklingar eftir.

Heilsufrøðiliga starvsstovan, sem samsvarar til Matvælastofnunar, hefur verið falið að undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar svo heimilt verði að flytja út hrossin. Þess er vænst að leggjast þurfi í mikla forvinnu og má ekki reikna með niðurstöðu á næstunni. Frá þessu greinir Kringvarp Føroya.

Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna þarf 1.000 hryssur til að geta fullyrt að stofninn sé ekki í hættu. Færeyski hesturinn hefur lifað í Færeyjum í hundruð ára. Hann er smágerðari en íslenski hesturinn, 120–132 sentimetrar á herðakamb, býr að fjölda litaafbrigða og er með fjórar gangtegundir, þar með talið tölt.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...