Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Vilja fella niður lög um gæðamat
Mynd / HKr.
Fréttir 28. febrúar 2025

Vilja fella niður lög um gæðamat

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um að fella brott lögbundið kerfi um gæðamat á æðardúni.

Í greinargerð með frumvarpinu segja þingmennirnir að lög um gæðamat á æðardúni sé byggð á gömlum viðskiptaháttum og að þróa þurfi verkunaraðferðir með tilliti til raunverulegra gæða æðardúns. Lögin nú kveða á um að allur æðardúnn skuli metinn og veginn af lögskipuðum dúnmatsmönnum eftir fullhreinsun og áður en kemur til dreifingar á markaði.

Í greinargerð kemur fram að lögskipaðir dúnmatsmenn á árunum 2021–2026 séu þrettán talsins. Í staðinn er lagt til að ábyrgð á gæðum æðardúns verði í höndum framleiðenda sjálfra, en til skoðunar komi að þeir setji gæðastaðla en Matvælastofnun yrði áfram gert að annast útgáfu á heilbrigðisvottorði.

Flutningsmenn frumvarpsins eru þau Ólafur Guðmundur Adolfsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Vilhjálmur Árnason, Jón Gunnarsson, Hildur Sverrisdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Frumvarpið hefur áður verið lagt fyrir þingið en ekki verið afgreitt.

Skylt efni: æðardúnn

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.