Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Vilja fella niður lög um gæðamat
Mynd / HKr.
Fréttir 28. febrúar 2025

Vilja fella niður lög um gæðamat

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um að fella brott lögbundið kerfi um gæðamat á æðardúni.

Í greinargerð með frumvarpinu segja þingmennirnir að lög um gæðamat á æðardúni sé byggð á gömlum viðskiptaháttum og að þróa þurfi verkunaraðferðir með tilliti til raunverulegra gæða æðardúns. Lögin nú kveða á um að allur æðardúnn skuli metinn og veginn af lögskipuðum dúnmatsmönnum eftir fullhreinsun og áður en kemur til dreifingar á markaði.

Í greinargerð kemur fram að lögskipaðir dúnmatsmenn á árunum 2021–2026 séu þrettán talsins. Í staðinn er lagt til að ábyrgð á gæðum æðardúns verði í höndum framleiðenda sjálfra, en til skoðunar komi að þeir setji gæðastaðla en Matvælastofnun yrði áfram gert að annast útgáfu á heilbrigðisvottorði.

Flutningsmenn frumvarpsins eru þau Ólafur Guðmundur Adolfsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Vilhjálmur Árnason, Jón Gunnarsson, Hildur Sverrisdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Frumvarpið hefur áður verið lagt fyrir þingið en ekki verið afgreitt.

Skylt efni: æðardúnn

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.