Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Vilja fella niður lög um gæðamat
Mynd / HKr.
Fréttir 28. febrúar 2025

Vilja fella niður lög um gæðamat

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um að fella brott lögbundið kerfi um gæðamat á æðardúni.

Í greinargerð með frumvarpinu segja þingmennirnir að lög um gæðamat á æðardúni sé byggð á gömlum viðskiptaháttum og að þróa þurfi verkunaraðferðir með tilliti til raunverulegra gæða æðardúns. Lögin nú kveða á um að allur æðardúnn skuli metinn og veginn af lögskipuðum dúnmatsmönnum eftir fullhreinsun og áður en kemur til dreifingar á markaði.

Í greinargerð kemur fram að lögskipaðir dúnmatsmenn á árunum 2021–2026 séu þrettán talsins. Í staðinn er lagt til að ábyrgð á gæðum æðardúns verði í höndum framleiðenda sjálfra, en til skoðunar komi að þeir setji gæðastaðla en Matvælastofnun yrði áfram gert að annast útgáfu á heilbrigðisvottorði.

Flutningsmenn frumvarpsins eru þau Ólafur Guðmundur Adolfsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Vilhjálmur Árnason, Jón Gunnarsson, Hildur Sverrisdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Frumvarpið hefur áður verið lagt fyrir þingið en ekki verið afgreitt.

Skylt efni: æðardúnn

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f