Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Laugarvatnshellar milli Þingvalla og Laugarvatns.
Laugarvatnshellar milli Þingvalla og Laugarvatns.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. nóvember 2016

Vilja endurbyggja Laugarvatnshella fyrir ferðamenn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Smári Stefánsson, f.h. fyrir­tækisins Sólstaða ehf., hefur óskað eftir því við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að fá að endurgera Laugarvatnshella skammt frá Laugarvatni í þeirri mynd sem hellarnir voru þegar búið var í þeim fyrir um einni öld. 
 
Ætlunin er að endurbyggja hellana og gera þá aðgengilega gestum í eins upprunalegri mynd og mögulegt er. Glæða hann lífi á ný og koma þar með sögu og menningararfleifð til bæði heimamanna og gesta. Í erindi Smára kemur fram að árið 1910 fluttu Indriði Guðmundsson og Guðrún Kolbeinsdóttir, þá nýgift, í hellana þar sem engin jörð var á lausu í Laugardal. Þessir fyrstu ábúendur bjuggu í hellunum í eitt ár, það leið þó ekki á löngu áður en önnur hjón fluttu inn. Jón Þorvarðarson og Vigdís Helgadóttir fluttu inn 1918 og bjuggu í hellunum til 1921 og eignuðust þau þrjú börn á þessu tímabili. Bæði hjónin sem bjuggu í hellinum voru með búskap en drýgðu tekjurnar með veitingasölu enda hellarnir í alfaraleið þeirra sem ferðuðust milli Laugardals og Reykjavíkur. 
 
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur tekið jákvætt í erindið en bendir á að nauðsynlegt er að hafa góð samskipti við landeiganda, minjavörð Suðurlands og skipulagsfulltrúa á öllum stigum verkefnisins. Hugmynd Sólstaða er að koma hellunum í það horf sem þeir voru þegar búið var í þeim, það er að moka út úr þeim, byggja útvegg og innrétta hellana eins og þeir voru. Einnig verður sett upp tjald fyrir utan hellana þar sem seldar verða léttar veitingar eins og ábúendurnir gerðu forðum daga, eins að bjóða upp á hellaferðir í hraunhella í nágrenninu, einnig leiðsögn um Laugarvatnshella þar sem venjulegar íslenskar fjölskyldur bjuggu allt til ársins 1921. 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...