Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Laugarvatnshellar milli Þingvalla og Laugarvatns.
Laugarvatnshellar milli Þingvalla og Laugarvatns.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. nóvember 2016

Vilja endurbyggja Laugarvatnshella fyrir ferðamenn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Smári Stefánsson, f.h. fyrir­tækisins Sólstaða ehf., hefur óskað eftir því við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að fá að endurgera Laugarvatnshella skammt frá Laugarvatni í þeirri mynd sem hellarnir voru þegar búið var í þeim fyrir um einni öld. 
 
Ætlunin er að endurbyggja hellana og gera þá aðgengilega gestum í eins upprunalegri mynd og mögulegt er. Glæða hann lífi á ný og koma þar með sögu og menningararfleifð til bæði heimamanna og gesta. Í erindi Smára kemur fram að árið 1910 fluttu Indriði Guðmundsson og Guðrún Kolbeinsdóttir, þá nýgift, í hellana þar sem engin jörð var á lausu í Laugardal. Þessir fyrstu ábúendur bjuggu í hellunum í eitt ár, það leið þó ekki á löngu áður en önnur hjón fluttu inn. Jón Þorvarðarson og Vigdís Helgadóttir fluttu inn 1918 og bjuggu í hellunum til 1921 og eignuðust þau þrjú börn á þessu tímabili. Bæði hjónin sem bjuggu í hellinum voru með búskap en drýgðu tekjurnar með veitingasölu enda hellarnir í alfaraleið þeirra sem ferðuðust milli Laugardals og Reykjavíkur. 
 
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur tekið jákvætt í erindið en bendir á að nauðsynlegt er að hafa góð samskipti við landeiganda, minjavörð Suðurlands og skipulagsfulltrúa á öllum stigum verkefnisins. Hugmynd Sólstaða er að koma hellunum í það horf sem þeir voru þegar búið var í þeim, það er að moka út úr þeim, byggja útvegg og innrétta hellana eins og þeir voru. Einnig verður sett upp tjald fyrir utan hellana þar sem seldar verða léttar veitingar eins og ábúendurnir gerðu forðum daga, eins að bjóða upp á hellaferðir í hraunhella í nágrenninu, einnig leiðsögn um Laugarvatnshella þar sem venjulegar íslenskar fjölskyldur bjuggu allt til ársins 1921. 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...