Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vigdís Häsler, nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Vigdís Häsler, nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Fréttir 27. janúar 2021

Vigdís Häsler ráðin nýr framkvæmdastjóri BÍ

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vigdís Häsler lögfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, en Sigurður Eyþórsson hætti sem framkvæmdastjóri um síðustu áramót eftir 13 ára starf fyrir samtökin. Vigdís tekur við af Oddnýju Steinu Valsdóttur, varaformanni Bændasamtakanna, sem hefur verið starfandi framkvæmdastjóri í janúar.

Vigdís var starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Alþingi þar sem hún kom að undirbúningi fyrir þingmenn við gerð þingmála. Þá var Vigdís aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017 og starfaði hún einnig sem lögmaður hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem hún sinnti undirbúningi og gerð umsagna um lagafrumvörp og önnur þingmál og tók þátt í samskiptum við Alþingi. Einnig annaðist hún lögfræðilega ráðgjöf og upplýsingagjöf til sveitarstjórnarmanna. Auk þess sem hún starfaði í nokkur ár sem lögmaður hjá Lögmönnum Höfðabakka.

Hún lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2006, meistaraprófi 2008 og ári seinna hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Árið 2013 lauk hún LLM-prófi frá University of Sussex í Bretlandi. Vigdís hefur setið í stjórnum félagasamtaka og í kjörstjórn Garðabæjar fyrir kosningar til alþingis- og sveitarstjórnar og forsetakosningar. Vigdís mun hefja störf í byrjun febrúar.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...