Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.
Mynd / Ýlona M. Rybka
Fréttir 22. maí 2023

Viðræður um rekstur Herjólfs

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Innviðaráðuneytið hefur samþykkt beiðni Vestmannaeyjabæjar um að hefja viðræður um endurskoðaðan og endurnýjaðan þjónustusamning ríkisins og sveitarfélagsins um rekstur Herjólfs.

Hefur þegar verið skipuð viðræðunefnd vegna málsins af hálfu Vestmannaeyjabæjar samkvæmt fundargerð bæjarstjórnar frá 4. maí. Til stendur að greina kosti þess að fela sveitarfélaginu áfram rekstur ferjunnar. Stjórn Herjólfs ohf. bókaði í fundargerð um miðjan apríl að framlög ríkisins til rekstrarins hefðu lækkað um 145 milljónir króna á samningstímanum auk þess sem allur rekstrarkostnaður hefði hækkað.

Var lögð fram tillaga um 9% hækkun gjaldskrár fyrir farþega og farartæki frá og með 5. maí, að fengnu samþykki Vegagerðar og bæjarráðs. Þjónustusamningur ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um ferjusiglingar til Vestmannaeyja rennur út 1. október í ár. Í bréfi innviðaráðuneytisins til Vega- gerðarinnar frá 14. apríl kemur fram að mikilvægt sé að Herjólfur sé rekinn með eins hagkvæmum hætti og unnt er um leið og fullnægjandi þjónustustig sé tryggt. áist ekki í viðræðum við Vestmannaeyjabæ markmið um hagkvæmni og þjónustustig í rekstri ferjunnar, muni Vegagerðin hefja undirbúning útboðs á rekstri Herjólfs.

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...