Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.
Mynd / Ýlona M. Rybka
Fréttir 22. maí 2023

Viðræður um rekstur Herjólfs

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Innviðaráðuneytið hefur samþykkt beiðni Vestmannaeyjabæjar um að hefja viðræður um endurskoðaðan og endurnýjaðan þjónustusamning ríkisins og sveitarfélagsins um rekstur Herjólfs.

Hefur þegar verið skipuð viðræðunefnd vegna málsins af hálfu Vestmannaeyjabæjar samkvæmt fundargerð bæjarstjórnar frá 4. maí. Til stendur að greina kosti þess að fela sveitarfélaginu áfram rekstur ferjunnar. Stjórn Herjólfs ohf. bókaði í fundargerð um miðjan apríl að framlög ríkisins til rekstrarins hefðu lækkað um 145 milljónir króna á samningstímanum auk þess sem allur rekstrarkostnaður hefði hækkað.

Var lögð fram tillaga um 9% hækkun gjaldskrár fyrir farþega og farartæki frá og með 5. maí, að fengnu samþykki Vegagerðar og bæjarráðs. Þjónustusamningur ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um ferjusiglingar til Vestmannaeyja rennur út 1. október í ár. Í bréfi innviðaráðuneytisins til Vega- gerðarinnar frá 14. apríl kemur fram að mikilvægt sé að Herjólfur sé rekinn með eins hagkvæmum hætti og unnt er um leið og fullnægjandi þjónustustig sé tryggt. áist ekki í viðræðum við Vestmannaeyjabæ markmið um hagkvæmni og þjónustustig í rekstri ferjunnar, muni Vegagerðin hefja undirbúning útboðs á rekstri Herjólfs.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...