Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.
Mynd / Ýlona M. Rybka
Fréttir 22. maí 2023

Viðræður um rekstur Herjólfs

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Innviðaráðuneytið hefur samþykkt beiðni Vestmannaeyjabæjar um að hefja viðræður um endurskoðaðan og endurnýjaðan þjónustusamning ríkisins og sveitarfélagsins um rekstur Herjólfs.

Hefur þegar verið skipuð viðræðunefnd vegna málsins af hálfu Vestmannaeyjabæjar samkvæmt fundargerð bæjarstjórnar frá 4. maí. Til stendur að greina kosti þess að fela sveitarfélaginu áfram rekstur ferjunnar. Stjórn Herjólfs ohf. bókaði í fundargerð um miðjan apríl að framlög ríkisins til rekstrarins hefðu lækkað um 145 milljónir króna á samningstímanum auk þess sem allur rekstrarkostnaður hefði hækkað.

Var lögð fram tillaga um 9% hækkun gjaldskrár fyrir farþega og farartæki frá og með 5. maí, að fengnu samþykki Vegagerðar og bæjarráðs. Þjónustusamningur ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um ferjusiglingar til Vestmannaeyja rennur út 1. október í ár. Í bréfi innviðaráðuneytisins til Vega- gerðarinnar frá 14. apríl kemur fram að mikilvægt sé að Herjólfur sé rekinn með eins hagkvæmum hætti og unnt er um leið og fullnægjandi þjónustustig sé tryggt. áist ekki í viðræðum við Vestmannaeyjabæ markmið um hagkvæmni og þjónustustig í rekstri ferjunnar, muni Vegagerðin hefja undirbúning útboðs á rekstri Herjólfs.

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...