Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Viðræður um kaup standa enn
Mynd / HKr
Fréttir 7. júlí 2021

Viðræður um kaup standa enn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að búið sé að halda fund vegna ástandsskoðunar sem gerð var á Hótel Sögu og í framhaldi af þeim fundi hafi bæði seljendur og kaup­endur ákveðið að hittast aftur og halda viðræðum áfram. Gunnar segir að búið sé að upplýsa Arion banka um stöðu viðræðnanna.

Viðræður Bændasamtaka Íslands og hugsanlegra kaupenda á Hótel Sögu (Bændahöllinni) eru enn í gangi. Fjárfestahópurinn sem er að skoða kaupin tengist meðal annars Hótel Óðinsvéum. Gangi kaupin eftir áforma nýir eigendur áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Vonast eftir farsælli niðurstöðu

Á fundi sem haldinn var fyrir hádegi miðvikudaginn 7. júlí var ákveðið að halda viðræðunum áfram. „Báðir aðilar vona að viðræðurnar leiði til far­sællar niðurstöðu. Það eru áformaðar áfram­haldandi viðræður og báðir aðilar að skoða málið nánar og við komum því til með að verða aftur í sambandi fljótlega,“ segir Gunnar.

Rekstrarvandi

Áður en Covid-19 faraldurinn skall á hafði verið farið í ýmsar kostnaðar­samar endurbætur á Hótel Sögu sem leiddu til mikils rekstrarvanda. Hótel Saga er undir ákvæði laga um fjárhagslega endur­skipu­lagningu og hótelrekstri var lokað um óákveðinn tíma frá og með 1. nóvember 2020. Fram að því höfðu verið 236 herbergi í rekstri auk annarrar starfsemi í þessu 20 þúsund fermetra húsi, þar á meðal skrifstofur Bændasamtaka Íslands.

Auk þeirra fjárfesta sem Bænda­samtök Íslands hafa átt í við­ræðum við undanfarið um kaup á Hótel Sögu hefur Háskóli Íslands lýst áhuga á kaupum á Bænda­höllinni.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...