Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Viðræður um kaup standa enn
Mynd / HKr
Fréttir 7. júlí 2021

Viðræður um kaup standa enn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að búið sé að halda fund vegna ástandsskoðunar sem gerð var á Hótel Sögu og í framhaldi af þeim fundi hafi bæði seljendur og kaup­endur ákveðið að hittast aftur og halda viðræðum áfram. Gunnar segir að búið sé að upplýsa Arion banka um stöðu viðræðnanna.

Viðræður Bændasamtaka Íslands og hugsanlegra kaupenda á Hótel Sögu (Bændahöllinni) eru enn í gangi. Fjárfestahópurinn sem er að skoða kaupin tengist meðal annars Hótel Óðinsvéum. Gangi kaupin eftir áforma nýir eigendur áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Vonast eftir farsælli niðurstöðu

Á fundi sem haldinn var fyrir hádegi miðvikudaginn 7. júlí var ákveðið að halda viðræðunum áfram. „Báðir aðilar vona að viðræðurnar leiði til far­sællar niðurstöðu. Það eru áformaðar áfram­haldandi viðræður og báðir aðilar að skoða málið nánar og við komum því til með að verða aftur í sambandi fljótlega,“ segir Gunnar.

Rekstrarvandi

Áður en Covid-19 faraldurinn skall á hafði verið farið í ýmsar kostnaðar­samar endurbætur á Hótel Sögu sem leiddu til mikils rekstrarvanda. Hótel Saga er undir ákvæði laga um fjárhagslega endur­skipu­lagningu og hótelrekstri var lokað um óákveðinn tíma frá og með 1. nóvember 2020. Fram að því höfðu verið 236 herbergi í rekstri auk annarrar starfsemi í þessu 20 þúsund fermetra húsi, þar á meðal skrifstofur Bændasamtaka Íslands.

Auk þeirra fjárfesta sem Bænda­samtök Íslands hafa átt í við­ræðum við undanfarið um kaup á Hótel Sögu hefur Háskóli Íslands lýst áhuga á kaupum á Bænda­höllinni.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...