Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Fréttir 21. desember 2017

Viðbrögð LS við tillögum ríkisstjórnarinnar til lausnar vanda sauðfjárræktarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ríkisstjórnin leggur  til að veitt verði 665 milljóna króna framlag til að bregðast við markaðserfiðleikum sem steðjað hafa að sauðfjárframleiðslu á yfirstandandi ári. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga.

Eitt af því sem gagnrýnt er við tillöguna er að hátt hlutfall eiga að fara til viðbótar í svæðisbundinn stuðning þar sem allir sauðfjárbændur séu í jafn miklum vanda óháð því hvar þeir búa og ekki eigi að blanda saman neyðar- og svæðisbundnum stuðningi.

Tillögur ríkisstjórnarinnar

Í tillögunum segir að til að koma til móts við sauðfjárbændur muni 300 milljónum króna vera varið í greiðslur til bænda sem miðast við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt haustskráningu Matvælastofnunar. Að 200 milljónum króna verði varið í svæðisbundinn stuðning til viðbótar við svæðisbundinn stuðning samkvæmt gildandi búvörusamningi. Að 100 milljónum verði varið til að undirbyggja verkefni á sviði kolefnisjöfnunar, nýsköpunar og markaðssetningar. 15 milljónum króna skal varið í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem verði grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Það segir einnig að ef niðurstaða úttektarinnar leiðir í ljós að hægt sé að lækka sláturkostnað og auka hagræðingu í greininni þá er opnað á þann möguleika að allt að 50 milljónum króna verði nýttar til að styðja við hagræðingu í sláturhúsum.

Rekstrartapið óháð búsetu

Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að LS hafi lagt áherslu á að viðbrögð við vandanum séu í samræmi við ályktun aukafundar samtakanna í haust.

„Að greidd verði uppbót á innlagt kíló síðast liðið hausts til framleiðenda með 100 kindur og fleiri. Enda rekstrartapið óháð búsetu og í beinu sambandi við framleiðslumagn. Við lögðum áherslu á að úr því sem komið er ættu viðbrögð við bráðavanda að snúast um þessar aðgerðir fyrst og síðast.

Þá höfum við líka lagt áherslu á allt frá í vor að farið verði án tafar í úttekt á afurðageiranum. Einnig í samræmi við ályktun aðalfundar í vor og aukafundar í haust. Bráðnauðsynlegur liður í að laga það umhverfi sem greinin býr við og mikilvægt að farið verði í þá vinnu án tafar.

Hagsmunasamtök sauðfjárbænda hafa aldrei verið mikilvægari en nú. Skilningur hins almenna borgara á greininni og stjórnmálamanna er minni en nokkru sinni.
Stærri og meiri ógnanir en áður. Að sama skapi eru tækifærin svo augljós í huga okkar sem þekkjum greinina út og inn og okkar framleiðsluhætti. Gleymum því heldur ekki að ef ekki væri fyrir LS og BÍ væri þetta væntanlega ekki í pípunum, þó við hefðum ef til vill kosið að skiptingin væri með öðrum hætti. Samtalið í framhaldinu um aðgerðir til að koma í veg fyrir sambærilegt ástand, til að fyrirbyggja það að botninn geti einfaldlega horfið úr markaðnum og frumframleiðandinn sé skilinn eftir í einhverju hyldýpi án líflínu er ekki síður mikilvægt. Landssamtök sauðfjárbænda eru bráðnauðsynleg fyrir þessa grein. Við verðum að hafa málsvara og við verðum að hafa fólk sem vinnur þá vinnu sem þarf til að koma okkur út úr þessu ástandi,“ sagði Oddný Steina í færslu sem hún setti inn á Facebook-hópinn Sauðfjárbændur fyrr í dag.
 

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...