Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ferðaskrifstofan Borea Adventures á Ísafirði er tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020 en þar er stunduð sjálfbær ferðamennska sem verndar fjallarefinn
Ferðaskrifstofan Borea Adventures á Ísafirði er tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020 en þar er stunduð sjálfbær ferðamennska sem verndar fjallarefinn
Fréttir 10. september 2020

Verndun fjallarefsins fær tilnefningu umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Í tilkynningu frá Norðurlandaráði segir að líffræðileg fjölbreytni sé undirstaða velferðar og grundvöllur tilveru okkar og þess vegna renna umhverfisverðlaun ráðsins í ár til einhvers sem hefur lagt eitthvað sérstakt af mörkum til verndar fjölbreytileika í náttúrunni.

Borea Adventures vinnur með vísindafólki frá Náttúrufræðistofnun og Melrakkasetri Íslands (The Arctic Fox Centre) til þess að tryggja að starfsemin fari fram bæði á faglegan og sjálfbæran hátt. Fjallarefurinn, einnig nefndur heimskautarefur (Vulpes lagopus), er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskri náttúru vegna þess að hann er eina rándýrið sem er til staðar á náttúrlegum forsendum. Ferðaskrifstofan hefur sýnt að með starfsemi sinni geti verndun líffræðilegrar fjölbreytni og sjálfbær ferðamennska farið saman. Með því að leggja áherslu á mikilvægi tegundarinnar fyrir vistkerfið á Íslandi og takast á við fordóma um að fjallarefurinn sé meindýr sem eyðileggur náttúruna vill Borea Adventures snúa almenningsálitinu á sveif með þessu litla rándýri.

Tilkynnt verður um verðlaunahafann 27. október næstkomandi og hlýtur vinningshafinn að launum 350.000 danskar krónur. Aðrir tilnefningar í ár eru eftirfarandi:

Dag O. Hessen – Noregi

Jens-Kjeld Jensen – Færeyjum

YLE fyrir herferðina „Bjargið frjóberunum“ – Finnlandi

Lystbækgaard – Danmörku

Torbjörn Eckerman – Álandseyjum

Samband félagasamtaka lífrænna bænda á Norðurlöndum – Svíþjóð. 

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...