Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfestir stjórnunar- og verndaráætlun náttúruvættisins Kirkjugólfs.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfestir stjórnunar- og verndaráætlun náttúruvættisins Kirkjugólfs.
Mynd / Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Fréttir 6. mars 2023

Verndaráætlun Kirkjugólfs

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest stjórnunar- og verndaráætlun náttúruvættisins Kirkjugólfs.

Í fréttatilkynningu á vef ráðuneytisins segir að Kirkjugólf við Kirkjubæjarklaustur sé lág jökul- og brimsorfin stuðlabergsklöpp þar sem endar lóðréttra stuðlabergssúlna ná upp úr jörðu og mynda um 80 fermetra slétt gólf. Kirkjugólf hefur jarðfræði- og sögulegt verndargildi, sem og fræðslugildi og var við gerð áætlunarinnar bætt við reglu varðandi kvikmyndatöku og ljósmyndun, svo og um næturgistingu sem er óheimil innan verndarsvæðisins. Þá hefur almenningi verið tryggður aðgangur að Kirkjugólfi með göngustíg sem lagður var frá bílastæði við Geirlandsveg.

„Í stjórnunar- og verndar- áætluninni eru kynntar leiðir til að tryggja að markmið friðlýsingarinnar nái fram að ganga. Mikilvægt er að varðveita stuðlaberg náttúruvættisins Kirkjugólfs og þá sérstöku ásýnd sem svæðið hefur. Einnig þarf þó að tryggja gott aðgengi að svæðinu, svo að sem flestir fái notið,“ segir Guðlaugur Þór í fréttatilkynningunni.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...