Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfestir stjórnunar- og verndaráætlun náttúruvættisins Kirkjugólfs.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfestir stjórnunar- og verndaráætlun náttúruvættisins Kirkjugólfs.
Mynd / Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Fréttir 6. mars 2023

Verndaráætlun Kirkjugólfs

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest stjórnunar- og verndaráætlun náttúruvættisins Kirkjugólfs.

Í fréttatilkynningu á vef ráðuneytisins segir að Kirkjugólf við Kirkjubæjarklaustur sé lág jökul- og brimsorfin stuðlabergsklöpp þar sem endar lóðréttra stuðlabergssúlna ná upp úr jörðu og mynda um 80 fermetra slétt gólf. Kirkjugólf hefur jarðfræði- og sögulegt verndargildi, sem og fræðslugildi og var við gerð áætlunarinnar bætt við reglu varðandi kvikmyndatöku og ljósmyndun, svo og um næturgistingu sem er óheimil innan verndarsvæðisins. Þá hefur almenningi verið tryggður aðgangur að Kirkjugólfi með göngustíg sem lagður var frá bílastæði við Geirlandsveg.

„Í stjórnunar- og verndar- áætluninni eru kynntar leiðir til að tryggja að markmið friðlýsingarinnar nái fram að ganga. Mikilvægt er að varðveita stuðlaberg náttúruvættisins Kirkjugólfs og þá sérstöku ásýnd sem svæðið hefur. Einnig þarf þó að tryggja gott aðgengi að svæðinu, svo að sem flestir fái notið,“ segir Guðlaugur Þór í fréttatilkynningunni.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...