Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Með nýrri aðgerðaáætlun vilja stjórnvöld láta í ljós grundvallarbreytingar í nálgun þeirra á verkefnið.
Með nýrri aðgerðaáætlun vilja stjórnvöld láta í ljós grundvallarbreytingar í nálgun þeirra á verkefnið.
Mynd / smh
Fréttir 6. september 2024

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var kynnt um miðjan júní. Nýlega var skipuð verkefnisstjórn til að fylgja henni eftir.

Verkefnastjórninni verður einnig falið að sjá um birtingu árangursmælikvarða aðgerðanna og fylgjast með áhrifum aðgerða á losun gróðurhúsalofttegunda. Hún ber einnig ábyrgð á gerð og eftirfylgni aðlögunaráætlunar íslensks samfélags að loftslagsbreytingum, samkvæmt tilkynningu úr umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Árlega skal skýrslu skilað um framgang áætlunarinnar og hvort þær standist, auk þess sem á tveggja ára fresti skal fjalla um framgang aðlögunaraðgerðanna í skýrslunni. Aðgerðaáætlunin samanstendur af 150 aðgerðum og loftslagstengdum verkefnum, en í fyrri áætlun voru þær 50. Með nýrri aðgerðaáætlun vilja stjórnvöld láta í ljós grundvallarbreytingar í nálgun þeirra á verkefnið sem snýr að samtali við atvinnulíf og sveitarfélag um loftslagsmál – sem sé undirstaða áframhaldandi árangurs.

Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar geti skilað 35–45 % samdrætti í samfélagslosun til ársins 2030. Hjá verkefnisstjórninni starfa sérfræðingar frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun og Veðurstofu Íslands. Skipunartími verkefnisstjórnarinnar er til 4. júlí 2027. Halla Sigrún Sigurðardóttir skrifstofustjóri fer fyrir nefndinni.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...