Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Með nýrri aðgerðaáætlun vilja stjórnvöld láta í ljós grundvallarbreytingar í nálgun þeirra á verkefnið.
Með nýrri aðgerðaáætlun vilja stjórnvöld láta í ljós grundvallarbreytingar í nálgun þeirra á verkefnið.
Mynd / smh
Fréttir 6. september 2024

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var kynnt um miðjan júní. Nýlega var skipuð verkefnisstjórn til að fylgja henni eftir.

Verkefnastjórninni verður einnig falið að sjá um birtingu árangursmælikvarða aðgerðanna og fylgjast með áhrifum aðgerða á losun gróðurhúsalofttegunda. Hún ber einnig ábyrgð á gerð og eftirfylgni aðlögunaráætlunar íslensks samfélags að loftslagsbreytingum, samkvæmt tilkynningu úr umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Árlega skal skýrslu skilað um framgang áætlunarinnar og hvort þær standist, auk þess sem á tveggja ára fresti skal fjalla um framgang aðlögunaraðgerðanna í skýrslunni. Aðgerðaáætlunin samanstendur af 150 aðgerðum og loftslagstengdum verkefnum, en í fyrri áætlun voru þær 50. Með nýrri aðgerðaáætlun vilja stjórnvöld láta í ljós grundvallarbreytingar í nálgun þeirra á verkefnið sem snýr að samtali við atvinnulíf og sveitarfélag um loftslagsmál – sem sé undirstaða áframhaldandi árangurs.

Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar geti skilað 35–45 % samdrætti í samfélagslosun til ársins 2030. Hjá verkefnisstjórninni starfa sérfræðingar frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun og Veðurstofu Íslands. Skipunartími verkefnisstjórnarinnar er til 4. júlí 2027. Halla Sigrún Sigurðardóttir skrifstofustjóri fer fyrir nefndinni.

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...