Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Með nýrri aðgerðaáætlun vilja stjórnvöld láta í ljós grundvallarbreytingar í nálgun þeirra á verkefnið.
Með nýrri aðgerðaáætlun vilja stjórnvöld láta í ljós grundvallarbreytingar í nálgun þeirra á verkefnið.
Mynd / smh
Fréttir 6. september 2024

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var kynnt um miðjan júní. Nýlega var skipuð verkefnisstjórn til að fylgja henni eftir.

Verkefnastjórninni verður einnig falið að sjá um birtingu árangursmælikvarða aðgerðanna og fylgjast með áhrifum aðgerða á losun gróðurhúsalofttegunda. Hún ber einnig ábyrgð á gerð og eftirfylgni aðlögunaráætlunar íslensks samfélags að loftslagsbreytingum, samkvæmt tilkynningu úr umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Árlega skal skýrslu skilað um framgang áætlunarinnar og hvort þær standist, auk þess sem á tveggja ára fresti skal fjalla um framgang aðlögunaraðgerðanna í skýrslunni. Aðgerðaáætlunin samanstendur af 150 aðgerðum og loftslagstengdum verkefnum, en í fyrri áætlun voru þær 50. Með nýrri aðgerðaáætlun vilja stjórnvöld láta í ljós grundvallarbreytingar í nálgun þeirra á verkefnið sem snýr að samtali við atvinnulíf og sveitarfélag um loftslagsmál – sem sé undirstaða áframhaldandi árangurs.

Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar geti skilað 35–45 % samdrætti í samfélagslosun til ársins 2030. Hjá verkefnisstjórninni starfa sérfræðingar frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun og Veðurstofu Íslands. Skipunartími verkefnisstjórnarinnar er til 4. júlí 2027. Halla Sigrún Sigurðardóttir skrifstofustjóri fer fyrir nefndinni.

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...