Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Með nýrri aðgerðaáætlun vilja stjórnvöld láta í ljós grundvallarbreytingar í nálgun þeirra á verkefnið.
Með nýrri aðgerðaáætlun vilja stjórnvöld láta í ljós grundvallarbreytingar í nálgun þeirra á verkefnið.
Mynd / smh
Fréttir 6. september 2024

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var kynnt um miðjan júní. Nýlega var skipuð verkefnisstjórn til að fylgja henni eftir.

Verkefnastjórninni verður einnig falið að sjá um birtingu árangursmælikvarða aðgerðanna og fylgjast með áhrifum aðgerða á losun gróðurhúsalofttegunda. Hún ber einnig ábyrgð á gerð og eftirfylgni aðlögunaráætlunar íslensks samfélags að loftslagsbreytingum, samkvæmt tilkynningu úr umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Árlega skal skýrslu skilað um framgang áætlunarinnar og hvort þær standist, auk þess sem á tveggja ára fresti skal fjalla um framgang aðlögunaraðgerðanna í skýrslunni. Aðgerðaáætlunin samanstendur af 150 aðgerðum og loftslagstengdum verkefnum, en í fyrri áætlun voru þær 50. Með nýrri aðgerðaáætlun vilja stjórnvöld láta í ljós grundvallarbreytingar í nálgun þeirra á verkefnið sem snýr að samtali við atvinnulíf og sveitarfélag um loftslagsmál – sem sé undirstaða áframhaldandi árangurs.

Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar geti skilað 35–45 % samdrætti í samfélagslosun til ársins 2030. Hjá verkefnisstjórninni starfa sérfræðingar frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun og Veðurstofu Íslands. Skipunartími verkefnisstjórnarinnar er til 4. júlí 2027. Halla Sigrún Sigurðardóttir skrifstofustjóri fer fyrir nefndinni.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...