Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Trausti Hjálmarsson.
Trausti Hjálmarsson.
Fréttir 24. júní 2022

Verkefninu ekki lokið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Það var ánægjulegt að sjá þessa niðurstöðu spretthópsins. Hún skiptir landbúnaðinn miklu máli. Hækkanir síðustu mánuðina eru fordæmalausar og staða bænda er orðin mjög erfið,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Deildar sauðfjárbænda.

Greiðslur til sauðfjárræktarinnar þýða um 120 kr./kg í aukið álag á gæðastýringu á þessu ári. Þess ber að geta að framkvæmdin er ekki útfærð og einingaverðið liggur ekki fyrir. Trausti bendir einnig á boðaða 23% hækkun Sláturfélag Suðurlands á afurðaverði.

Miðað við uppreiknaðar rekstrarniðurstöður ársins 2021 er afkoman þó ekki að batna á milli ára, segir Trausti.

„Við áætlum að breytilegur kostnaður sé að hækka um 40% milli ára, sem gerir 15% hækkun á heildarkostnaði. Í raun er framlegð að lækka á milli ára, þar sem aukinn stuðningur stjórnvalda og boðuð hækkun afurðaverðs nær ekki að vega upp kostnaðarhækkun ársins. Það er ljóst að meira þarf til að afkoma í sauðfjárrækt verði viðunandi og ekki verði hrun í greininni á komandi hausti.“

Verkefninu sé því engan veginn lokið.

„Við munum áfram vinna að því að bæta afkomu bænda. Það er líka mikilvægt að horfa til tillagna hópsins varðandi aðgerðir til framtíðar. Það eru allir sammála um að það sé hægt að ná miklum ávinningi með hagræðingu í afurðageiranum. Í þessari stöðu ber okkur skylda að leita allra leiða til að hagræða innan allrar virðiskeðjunnar frá bónda til neytanda.“

Skylt efni: spretthópurinn

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...