Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Trausti Hjálmarsson.
Trausti Hjálmarsson.
Fréttir 24. júní 2022

Verkefninu ekki lokið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Það var ánægjulegt að sjá þessa niðurstöðu spretthópsins. Hún skiptir landbúnaðinn miklu máli. Hækkanir síðustu mánuðina eru fordæmalausar og staða bænda er orðin mjög erfið,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Deildar sauðfjárbænda.

Greiðslur til sauðfjárræktarinnar þýða um 120 kr./kg í aukið álag á gæðastýringu á þessu ári. Þess ber að geta að framkvæmdin er ekki útfærð og einingaverðið liggur ekki fyrir. Trausti bendir einnig á boðaða 23% hækkun Sláturfélag Suðurlands á afurðaverði.

Miðað við uppreiknaðar rekstrarniðurstöður ársins 2021 er afkoman þó ekki að batna á milli ára, segir Trausti.

„Við áætlum að breytilegur kostnaður sé að hækka um 40% milli ára, sem gerir 15% hækkun á heildarkostnaði. Í raun er framlegð að lækka á milli ára, þar sem aukinn stuðningur stjórnvalda og boðuð hækkun afurðaverðs nær ekki að vega upp kostnaðarhækkun ársins. Það er ljóst að meira þarf til að afkoma í sauðfjárrækt verði viðunandi og ekki verði hrun í greininni á komandi hausti.“

Verkefninu sé því engan veginn lokið.

„Við munum áfram vinna að því að bæta afkomu bænda. Það er líka mikilvægt að horfa til tillagna hópsins varðandi aðgerðir til framtíðar. Það eru allir sammála um að það sé hægt að ná miklum ávinningi með hagræðingu í afurðageiranum. Í þessari stöðu ber okkur skylda að leita allra leiða til að hagræða innan allrar virðiskeðjunnar frá bónda til neytanda.“

Skylt efni: spretthópurinn

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...