Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Verðmætar vikurnámur
Mynd / Aðsend
Fréttir 1. nóvember 2023

Verðmætar vikurnámur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í síðasta mánuði var skrifað undir samning um nýtingu vikurnáma í Búrfelli í Skeiða­ og Gnúp­verjahreppi. Sveitarstjóri segir samninginn tímamót.

„Ég tel mig geta fullyrt að aldrei áður hefur verið gerður jafn verðmætur samningur í sveitarfélaginu um nýtingu á námuréttindum,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Samningurinn gildir í allt að 15 ár og skilar að lágmarki 372 milljónum króna á samningstímanum fyrir efnis- tökuna. Lágmarksmagn efnistöku er 80.000 rúmmetrar á ári en að hámarki 300.000 rúmmetrar. Verði samningurinn fullnýttur getur hann að hámarki skilað tæplega 1,4 milljörðum króna. Námurnar eru innan þjóðlendu og var því samningurinn gerður í samráði við forsætisráðuneytið.

„Verði samningurinn fullnýttur má gera ráð fyrir að lítið verði eftir í námunni, þannig að þetta er ekki ótakmörkuð auðlind.

Það hefur verið tekið efni úr þessari námu í áratugi og mjög litlar tekjur komið til sveitarfélagsins á þeim tíma. Því er þetta mikið ánægjuefni að nærsamfélagið og þjóðlendan fari að njóta ávinnings af efnistökunni,“ segir Haraldur Þór.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.