Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Verðmætar vikurnámur
Mynd / Aðsend
Fréttir 1. nóvember 2023

Verðmætar vikurnámur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í síðasta mánuði var skrifað undir samning um nýtingu vikurnáma í Búrfelli í Skeiða­ og Gnúp­verjahreppi. Sveitarstjóri segir samninginn tímamót.

„Ég tel mig geta fullyrt að aldrei áður hefur verið gerður jafn verðmætur samningur í sveitarfélaginu um nýtingu á námuréttindum,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Samningurinn gildir í allt að 15 ár og skilar að lágmarki 372 milljónum króna á samningstímanum fyrir efnis- tökuna. Lágmarksmagn efnistöku er 80.000 rúmmetrar á ári en að hámarki 300.000 rúmmetrar. Verði samningurinn fullnýttur getur hann að hámarki skilað tæplega 1,4 milljörðum króna. Námurnar eru innan þjóðlendu og var því samningurinn gerður í samráði við forsætisráðuneytið.

„Verði samningurinn fullnýttur má gera ráð fyrir að lítið verði eftir í námunni, þannig að þetta er ekki ótakmörkuð auðlind.

Það hefur verið tekið efni úr þessari námu í áratugi og mjög litlar tekjur komið til sveitarfélagsins á þeim tíma. Því er þetta mikið ánægjuefni að nærsamfélagið og þjóðlendan fari að njóta ávinnings af efnistökunni,“ segir Haraldur Þór.

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...