„Hér mun allt verða öðruvísi“
Landsvirkjun áætlar að reisa Hvammsvirkjun innan byggðarmarka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Virkjunin mun raska landbúnaðarlandi, en sú bújörð sem verður fyrir hvað mestum áhrifum er Hagi. Þar eru bændur Sigurður Kristmundsson og Kristín Eva Einarsdóttir.




