Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Haraldur Þór Jónsson segir nýju íþróttamiðstöðina vera eina af stærstu framkvæmdunum í sögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Íbúar sveitarfélagsins eru um 620 talsins.
Haraldur Þór Jónsson segir nýju íþróttamiðstöðina vera eina af stærstu framkvæmdunum í sögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Íbúar sveitarfélagsins eru um 620 talsins.
Mynd / mhh
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem verður ein stærsta framkvæmd í sögu sveitarfélagsins.

Húsið verður samtals 3.618 fermetrar að stærð og í því verða íþróttasalur, búningsklefar, matsalur, skrifstofuaðstaða og líkamsræktaraðstaða, ásamt því að gert er ráð fyrir að byggð verði sundlaug við húsið. „Þetta mun gjörbylta aðstöðu til íþróttaiðkunar ásamt því að skapa forsendur fyrir samfellu í skóla-, frístunda- og íþróttastarfi,“ segir Haraldur Þór Jónsson oddviti. Hann gerir jafnframt ráð fyrir að byggingin muni nýtast sem samkomustaður fyrir stóra viðburði í sveitinni.

Efri hæðin er 900 fermetrar og nýtist sem skrifstofuaðstaða fyrir sveitarfélagið. Þar verður jafnframt fyrirtækjakjarni þar sem fyrirtæki og einyrkjar geta verið með skrifstofuaðstöðu. Matsalur verður á jarðhæð hússins sem mun nýtast öllum starfsmönnum í húsinu ásamt nemendum og kennurum við Þjórsárskóla.

„Við höfum tekið ákvörðun um að reisa húsið og koma íþróttasal og búningsklefum í notkun í fyrsta áfanga. Við munum ekki taka ákvörðun um að byggja sundlaugina fyrr en húsið er komið í notkun, við viljum vera viss um að fjárhagsáætlunin hafi gengið eftir og fjárhagurinn sé sterkur,” bætir Haraldur við. Vonast er til að fyrsti áfangi hússins verði tilbúinn næsta vor.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...