Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Haraldur Þór Jónsson segir nýju íþróttamiðstöðina vera eina af stærstu framkvæmdunum í sögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Íbúar sveitarfélagsins eru um 620 talsins.
Haraldur Þór Jónsson segir nýju íþróttamiðstöðina vera eina af stærstu framkvæmdunum í sögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Íbúar sveitarfélagsins eru um 620 talsins.
Mynd / mhh
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem verður ein stærsta framkvæmd í sögu sveitarfélagsins.

Húsið verður samtals 3.618 fermetrar að stærð og í því verða íþróttasalur, búningsklefar, matsalur, skrifstofuaðstaða og líkamsræktaraðstaða, ásamt því að gert er ráð fyrir að byggð verði sundlaug við húsið. „Þetta mun gjörbylta aðstöðu til íþróttaiðkunar ásamt því að skapa forsendur fyrir samfellu í skóla-, frístunda- og íþróttastarfi,“ segir Haraldur Þór Jónsson oddviti. Hann gerir jafnframt ráð fyrir að byggingin muni nýtast sem samkomustaður fyrir stóra viðburði í sveitinni.

Efri hæðin er 900 fermetrar og nýtist sem skrifstofuaðstaða fyrir sveitarfélagið. Þar verður jafnframt fyrirtækjakjarni þar sem fyrirtæki og einyrkjar geta verið með skrifstofuaðstöðu. Matsalur verður á jarðhæð hússins sem mun nýtast öllum starfsmönnum í húsinu ásamt nemendum og kennurum við Þjórsárskóla.

„Við höfum tekið ákvörðun um að reisa húsið og koma íþróttasal og búningsklefum í notkun í fyrsta áfanga. Við munum ekki taka ákvörðun um að byggja sundlaugina fyrr en húsið er komið í notkun, við viljum vera viss um að fjárhagsáætlunin hafi gengið eftir og fjárhagurinn sé sterkur,” bætir Haraldur við. Vonast er til að fyrsti áfangi hússins verði tilbúinn næsta vor.

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...