Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Matarúrgangur er lífrænt efni sem nýta má sem áburð.
Matarúrgangur er lífrænt efni sem nýta má sem áburð.
Mynd / crw.com
Fréttir 31. október 2022

Vegvísir um nýtingu lífrænna efna sem áburð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Unnið er að gerð vegvísis um nýtingu lífrænna efna til áburðargjafar í landbúnaði og landgræðslu.

Verkefnið felst í því að setja fram áætlun um sjálfbæra nýtingu lífrænna efna.Í kynningu á verkefninu segir að í því felist að setja fram beinskeytta og trúverðuga áætlun sem inniheldur meðal annars mat á núverandi ástandi, greiningu á tækifærum og forgangsröðun þeirra, sem og framsetningu sviðsmynda.

Matvælaráðuneytið ber ábyrgð á gerð vegvísisins, en hefur sér til halds og trausts ráðið Verk- fræðistofuna Eflu til að aðstoða við verkið. Auk þess sem stofnanir ráðuneytisins og hagaðilar, Matís, RML, Landgræðslan og MAST, sitja í stýrinefnd þess.

Fyrr í þessum mánuði var haldinn vinnufundur tengdur verkefninu þar sem hagaðilar úr ýmsum atvinnugreinum fengu tækifæri til að kynna sér gerð vegvísisins og koma með innlegg. Stefnt er að því að vegvísisirinn verði birtur fyrir lok árs.

Skylt efni: lífrænn áburður

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...