Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Matarúrgangur er lífrænt efni sem nýta má sem áburð.
Matarúrgangur er lífrænt efni sem nýta má sem áburð.
Mynd / crw.com
Fréttir 31. október 2022

Vegvísir um nýtingu lífrænna efna sem áburð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Unnið er að gerð vegvísis um nýtingu lífrænna efna til áburðargjafar í landbúnaði og landgræðslu.

Verkefnið felst í því að setja fram áætlun um sjálfbæra nýtingu lífrænna efna.Í kynningu á verkefninu segir að í því felist að setja fram beinskeytta og trúverðuga áætlun sem inniheldur meðal annars mat á núverandi ástandi, greiningu á tækifærum og forgangsröðun þeirra, sem og framsetningu sviðsmynda.

Matvælaráðuneytið ber ábyrgð á gerð vegvísisins, en hefur sér til halds og trausts ráðið Verk- fræðistofuna Eflu til að aðstoða við verkið. Auk þess sem stofnanir ráðuneytisins og hagaðilar, Matís, RML, Landgræðslan og MAST, sitja í stýrinefnd þess.

Fyrr í þessum mánuði var haldinn vinnufundur tengdur verkefninu þar sem hagaðilar úr ýmsum atvinnugreinum fengu tækifæri til að kynna sér gerð vegvísisins og koma með innlegg. Stefnt er að því að vegvísisirinn verði birtur fyrir lok árs.

Skylt efni: lífrænn áburður

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...

Land tryggt undir vindmyllusvæðin
Fréttir 11. nóvember 2024

Land tryggt undir vindmyllusvæðin

Skipulagsstofnun hefur fengið fyrirhugaðan vindorkugarð í Fljótsdalshreppi inn á...

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt
Fréttir 11. nóvember 2024

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt

Erfðarannsóknir í íslenskri kornrækt sækja í sig veðrið um þessar mundir, ekki s...

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...