Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Vegagerðin á móti efnistöku í fjörunni
Mynd / smh
Fréttir 12. janúar 2022

Vegagerðin á móti efnistöku í fjörunni

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps er mjög ósátt við þá ákvörðun Vegagerðarinnar að leyfa ekki efnistöku af sandi í fjörunni austan við Vík í Mýrdal.

Í bókun sveitarstjórnar segir m.a.:

„Vitað er að efnisflutningar með ströndinni nema milljónum rúmmetra á ári en áformuð efnistaka yrði ekki nema lítið brot af því. Fullyrðingar Vegagerðarinnar um að efnistaka, sem háð verður jafn ströngu eftirliti og lagt er til, muni án efa auka á rofhraða eru með öllu órökstuddar.

Mikið er í húfi fyrir samfélagið í Mýrdalshreppi að tilraunir til þess að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulíf sveitarfélagsins fái eðlilegan framgang. Slíkt þarf ekki að vera á kostnað umhverfisins og sveitarstjórn Mýrdalshrepps mun eftir sem áður standa jafnt vörð um hagsmuni náttúrunnar og samfélagsins.“

Í umsögn Vegagerðarinnar segir m.a.:

„Afstaða Vegagerðarinnar helst því óbreytt í málinu og er Vegagerðin mótfallin efnistöku úr fjörunni. Stöðugt landrof er á fjörunni og mun efnistaka án efa auka á rofhraða hennar. Mýrdalshreppur hefur sent umsókn til Vegagerðarinnar um að ríkið fjármagni þriðja sandfangarann, austan við þann sem byggður var síðast.

Umsóknin byggir á þeim staðreyndum að töluvert rof á sér stað á ströndinni og strandlínan ekki tryggð nema með gerð þessa þriðja sandfangara. Með því að leyfa efnistöku í fjörunni rétt austan við áhrifasvæði sandfangaranna er hreppurinn í þversögn við umsögn um byggingu á þriðja sandfangaranum.“ 

Skylt efni: Vík í Mýrdal

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Teppið Tólf ský
17. desember 2019

Teppið Tólf ský

Rafmagnsfjórhjól frá Tékklandi
9. nóvember 2020

Rafmagnsfjórhjól frá Tékklandi

Nautgripir – baulaðu, búkolla
15. febrúar 2016

Nautgripir – baulaðu, búkolla

Rifs- og sólber
22. ágúst 2014

Rifs- og sólber

Slammað með tekíla
12. ágúst 2022

Slammað með tekíla