Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vegagerðin á móti efnistöku í fjörunni
Mynd / smh
Fréttir 12. janúar 2022

Vegagerðin á móti efnistöku í fjörunni

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps er mjög ósátt við þá ákvörðun Vegagerðarinnar að leyfa ekki efnistöku af sandi í fjörunni austan við Vík í Mýrdal.

Í bókun sveitarstjórnar segir m.a.:

„Vitað er að efnisflutningar með ströndinni nema milljónum rúmmetra á ári en áformuð efnistaka yrði ekki nema lítið brot af því. Fullyrðingar Vegagerðarinnar um að efnistaka, sem háð verður jafn ströngu eftirliti og lagt er til, muni án efa auka á rofhraða eru með öllu órökstuddar.

Mikið er í húfi fyrir samfélagið í Mýrdalshreppi að tilraunir til þess að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulíf sveitarfélagsins fái eðlilegan framgang. Slíkt þarf ekki að vera á kostnað umhverfisins og sveitarstjórn Mýrdalshrepps mun eftir sem áður standa jafnt vörð um hagsmuni náttúrunnar og samfélagsins.“

Í umsögn Vegagerðarinnar segir m.a.:

„Afstaða Vegagerðarinnar helst því óbreytt í málinu og er Vegagerðin mótfallin efnistöku úr fjörunni. Stöðugt landrof er á fjörunni og mun efnistaka án efa auka á rofhraða hennar. Mýrdalshreppur hefur sent umsókn til Vegagerðarinnar um að ríkið fjármagni þriðja sandfangarann, austan við þann sem byggður var síðast.

Umsóknin byggir á þeim staðreyndum að töluvert rof á sér stað á ströndinni og strandlínan ekki tryggð nema með gerð þessa þriðja sandfangara. Með því að leyfa efnistöku í fjörunni rétt austan við áhrifasvæði sandfangaranna er hreppurinn í þversögn við umsögn um byggingu á þriðja sandfangaranum.“ 

Skylt efni: Vík í Mýrdal

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...