Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson segir að mest sé eftirspurnin eftir úrbeiningar- og pylsugerðanámskeiðum.
Kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson segir að mest sé eftirspurnin eftir úrbeiningar- og pylsugerðanámskeiðum.
Mynd / Frávik
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson fara saman um landið og leiðbeina bændum og smáframleiðendum um réttu handtökin í kjötvinnslunni. Þeir finna fyrir vaxandi áhuga á heimavinnslu kjötafurða.

Þeir stofnuðu saman kennslu- og ráðgjafarfyrirtækið Frávik fyrir rúmum tveimur árum og kenna meðal annars úrbeiningu og pylsugerð.

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson á námskeiði í fullverkun á lambi sem haldið var í Reykjavík í mars.

Jónas Þórólfsson er kjötiðnaðarmaður og bóndi á Syðri-Leikskálaá í Útkinninni í Þingeyjarsveit, með sauðfé og nautgripi. Hann hefur starfað við fagið í um 22 ár og hefur gegnt ýmsum störfum í kjötiðnaði, þó mest við slátrun og úrbeiningu.

Rúnar Ingi Guðjónsson er kjötiðnaðarmeistari og með kennsluréttindi fyrir iðnmeistara, hann býr á Akureyri og starfar í dag hjá Kjarnafæði Norðlenska. Hann hefur starfað við fagið frá 2004 og hefur gengið í flest öll störf sem snúa að kjötiðnaði. Hann hefur að mestu unnið við vinnslu og fullvinnslu kjötafurða en í dag starfar hann sem gæðafulltrúi. „Saman höfum við yfirgripsmikla þekkingu sem lýtur að kjötvinnslum, allt frá slátrun að fullvinnslu og þá gæðastaðla sem við þurfum fylgja þegar við erum að vinna við matvælin,“ segir Rúnar. 

Að sögn Rúnars eru það helst bændur, fólk í matvælaiðnaðinum og veiðimenn sem hafa áhuga á slíkri matvælavinnslu.

„Varðandi ráðgjöfina þá höfum við líka verið að reikna út næringargildi og gera innihaldslýsingar fyrir smáframleiðendur. Einnig vorum við í febrúar fengnir í virkilega flott verkefni í vöruþróun í Fljótsdalnum á Austurlandi sem fólst í vinnslu á snakkpylsum,“ segir Rúnar.

Aukinn áhugi á að auka virði sinna afurða

„Já, við finnum fyrir því að bændur og smáframleiðendur hafa meira sambandi við okkur,“ segir Rúnar þegar hann er spurður um hvort þeir finni fyrir auknum áhuga bænda.

„Þá aðallega til að læra eða til upprifjunar á handtökunum við til dæmis úrbeiningu og pylsugerð. Þeir bændur sem hafa komið á námskeið hjá okkur hafa einmitt komið til að auka sína þekkingu og til að geta aukið virði sinna afurða,“ segir Rúnar. „Við höfum ekki enn þá tekið að okkur að aðstoða bændur við að setja upp kjötvinnslur eða aðstöðu til heimaslátrunar en það er allt opið hjá okkur,“ bætir Rúnar við.

Úrbeiningar- og pylsugerðarnámskeið

Hann segir að mest sé eftir- spurnin eftir úrbeiningar- og pylsugerðarnámskeiðum.

„Við höfum verið að prófa að bjóða upp á tveggja daga námskeið þar sem við förum yfir úrbeiningu annan daginn og þann næsta förum við yfir fullvinnslu afurða, til dæmis pylsugerð, kæfugerð og söltun. Einnig höfum við verið að fá fyrirspurnir varðandi hráverkunarnámskeið en það er í vinnslu hjá okkur.“

Þegar talað var við Rúnar um miðjan maí voru þeir að leggja lokahönd á skipulagningu námsferðar til Austurríkis þar sem þeir munu sjálfir fara á námskeið í snakkpylsugerð og annarri fullvinnslu kjötafurða. Rúnar segir að næsta námskeið á þeirra vegum verði að líkindum næsta haust þar sem Jónas sé á fullu í sauðburði, svo taki sumarverkin við og því næst göngur í haust.

Skylt efni: kjötvinnsla

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...