Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Kræklingur er einnig nefndur bláskel.
Kræklingur er einnig nefndur bláskel.
Mynd / Andreas Trepte
Fréttir 30. júní 2025

Varað við tínslu kræklings

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun hefur sent út viðvörun vegna mögulegra eiturþörunga sem geta mengað krækling á vinsælum tínslustöðum.

Þörungarnir hafa verið viðvarandi í sjó í Hvalfirði yfir sumartímann. Er það vegna þess hve sólríkt hefur verið í maí og júní. Því hefur almenningi verið ráðið frá því að tína krækling í Hvalfirði og á öðrum vinsælum stöðum til kræklingatínslu. Frá þessu er greint á vef Matvælastofnunar (MAST).

Neytendur þurfa ekki að varast krækling sem er ræktaður hérlendis og fæst í verslunum og á veitingastöðum. Ræktendur eru undir eftirliti MAST og heilbrigðiseftirlits og þurfa reglulega að taka sýni af skelkjöti og sjó til að fylgjast með magni eitraðra þörunga í kjötinu og hafinu þar sem ræktunin á sér stað.

Vöxtur og eiturmyndun í þörungum er ekki fyrirsjáanleg og getur hættan sprottið upp á gróðurtímabili þörunga sem er frá því í mars og fram á vetur. Skelfiskurinn verður ekki fyrir áhrifum sjálfur, en safnar í sig eitrinu. Samkvæmt MAST er ekki tryggt að fylgja þumalputtareglunni um að óhætt sé að neyta kræklings sem er tíndur í mánuðum sem hafa R í nafninu sínu, því eitrið getur haldist í skelfisknum að loknu gróðurtímabili þörunganna.

Skylt efni: Kræklingur

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...