Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mjólkurtankur.
Mjólkurtankur.
Mynd / Úr safni
Fréttir 30. mars 2023

Vafi á réttmæti líftölumælinga

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun að nýta ekki niðurstöður úr líftölumælingum til verðfellingar mjólkur þar sem bráðabirgðatækjabúnaður sýnir hærri gildi en vant er.

Rannsóknarstofa mjólkur­ iðnaðarins hefur haft að láni notað mælingatæki erlendis frá, en beðið er eftir nýjum búnaði í aprílmánuði. Gæðaráðgjafar Auðhumlu munu fara yfir líftölumælingar aftur í tímann, allavega aftur í febrúar og lengra ef þurfa þykir. Ef mjólk hefur verið verðfelld og vafi leikur á réttmæti mælinga, mun slíkt verða leiðrétt og viðkomandi mjólkurframleiðendur upplýstir. Frá þessu er greint á heimasíðu Auðhumlu.

Enginn vafi leikur á réttmæti mælinga á öðru efnainnihaldi mjólkur, svo sem fitu, prótein, fríum fitusýrum, úrefni og kasein og að auki frumutölu mjólkur. Líftölumælingar verða áfram birtar mjólkurframleiðendum til leiðbeininga um stöðu og þróun á líftölu.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...