Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Úttekt á fyrirtækjum í viðskiptum við tollabandalag Evrasíu
Fréttir 16. október 2020

Úttekt á fyrirtækjum í viðskiptum við tollabandalag Evrasíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Til stendur að hefja sérstakar úttektir hérlendis hjá fyrirtækjum sem vilja stunda viðskipti með dýraafurðir á markaðssvæði Eurasian Economic Union, eða tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands, Kasakstan, Armeníu og Kirgisistans.

Matvælastofnun hefur það hlutverk að gera úttektir á starfsstöðvum sem hafa leyfi til að stunda viðskipti með dýraafurðir á markaðssvæði bandalagsins til að tryggja að þær uppfylli reglur tollabandalagsins.

Á heimasíðu Mast segir að þær kröfur sem tollabandalagið gerir til fyrirtækja sem flytja matvæli til fyrrnefndra landa séu ekki að öllu leyti þær sömu og Matvælastofnun tekur út í reglubundnu eftirliti sínu samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli. Úttektir með sértækum kröfum tollabandalagsins koma því til viðbótar við reglubundið eftirlit stofnunarinnar.

Fyrirtækjum er í sjálfsvald sett hvort þau vilja undirgangast þessar sértæku kröfur tollabandalagsins og úttektir Matvælastofnunar til að staðfesta að þær séu uppfylltar. Ljóst er að nokkur kostnaður fellur til við þessar úttektir sem greiðist af hlutaðeigandi fyrirtækjum. Kostnaður við úttektir og önnur verkefni ræðst af stærð starfsstöðva, eðli starfsemi og hversu vel starfsstöðvar uppfylla sértækar kröfur.

Til stendur að hefja úttektir hjá þeim starfsstöðvum sem eru á lista tollabandalagsins á þessu ári og að búið verði að ljúka úttektum hjá öllum starfsstöðvum fyrir árslok 2021. Nauðsynlegt er að forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem vilja fá úttekt staðfesti slíkt með því að fylla út eyðublað þess efnis í þjónustugátt Matvælastofnunar.

Matvælastofnun mun skipuleggja úttektirnar í samvinnu við hlutaðeigandi fyrirtæki. Matvælastofnun ábyrgist ekki að heimild fáist til útflutnings á markaðssvæði tollabandalagsins, endanleg ákvörðun um slíkt er í höndum fulltrúa tollabandalagsins.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...