Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristján Þór Júlíusson,sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson,sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Mynd / Golli
Fréttir 12. mars 2021

Útfærsla á 970 milljón króna stuðningi við sauðfjár- og nautgripabændur

Höfundur: smh

Lokið er við útfærslu á á 970 milljóna króna stuðningi við sauðfjár- og nautgripabændur, sem er ein af aðgerðunum tólf í aðgerðaáætlun Kristjáns Þórs Júlíussonar sem er ætlað að mæta áhrifum COVID-19 á íslenskan landbúnað.

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytingu kemur fram að í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við afgreiðslu málsins hafi verið miðað við að 75 prósenta fjármagnsins myndi renna til sauðfjárbænda og 25 prósent til nautgripabænda.

„Nú liggur fyrir útfærsla á dreifingu þessara fjármuna sem unnin var í samráði við Bændasamtök Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda og Landssamband kúabænda.

Fjármunum til sauðfjárbænda, alls 727 m.kr., verður ráðstafað með eftirfarandi hætti:

Viðbótargreiðsla á gæðastýringarálag kindakjöts 2020 – 562 m. Kr. 

Greitt í mars 2021.  Þetta þýðir að greiðslan til bænda hækkar um þriðjung frá því sem áður hefur verið greitt vegna ársins 2020 

Viðbótargreiðsla á ullarframleiðslu 2020 – 65 m. kr. 

Bætist við greiðslu vegna ullarnýtingar þegar uppgjör fer fram um mitt ár 2021. 

Til framkvæmdar á sérstakri aðgerðaáætlun í sauðfjárrækt (sbr. 11. tölulið í áætlun ráðherra)  

Þessi áætlun verður unnin í samstarfi við sauðfjárbændur í mars 2021.  Greiðslur fara eftir framkvæmd og eðli verkefna. 

Fjármunum til nautgripabænda, alls 243 m.kr., verður ráðstafað með eftirfarandi hætti:

Viðbótargreiðsla á alla ungnautagripi 2020 – 243 m. kr. 
Greitt í mars 2021.  Greiðslan dreifist á alla UN gripi sem komu til slátrunar á árinu 2020.  Það eru alls tæplega 11.000 gripir og aukagreiðslan er tæpar 22.400 kr. á hvern,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...