Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vísindamenn styðja kjöt- og búfjárrækt
Mynd / Unsplash
Utan úr heimi 6. febrúar 2023

Vísindamenn styðja kjöt- og búfjárrækt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tæplega 700 vísindamenn um allan heim hafa undirritað yfirlýsingu til stuðnings mikilvægu hlutverki búfjárræktar í sjálfbæru matvælakerfi.

Samfélagslegt hlutverk búfjár og kjöts var rætt á tveggja daga alþjóðlegum leiðtogafundi í Dublin á Írlandi í október 2022. Þar komu saman fræðimenn og vísindamenn á sviði búfjárræktar til að fylgja eftir umræðum á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um matvælakerfi árið 2021. Mikilvægi kjöts í mataræði fólks, hlutverk þess í sjálfbæru umhverfi og menningarlegt gildi þess voru þrjú meginstef leiðtogafundarins.

Í ástralska landbúnaðarmiðlinum MLA er haft eftir forstjóra kjötafurða- fyrirtækis að leiðtogafundurinn hafi þjónað mikilvægum tilgangi við að undirstrika mikilvægi búvísinda og faglegra rannsókna á sviði landbúnaðar. Búfjárrækt sé studd og grundvölluð af þekkingu og fræðum, rannsóknum sem hafa birst í þúsundavís í ritrýndum miðlum. Yfirgnæfandi niðurstaða vísindamanna er sú að rannsóknir styðja ekki nálgun þeirra sem reyna að heyja hugmyndafræðilegt stríð gegn búfjárrækt, segir Chris Taylor meðal annars í MLA.

Í framhaldi leiðtogafundarins var mótuð ályktun og stefna sem hefur fengið heitið Dyflinnaryfirlýsingin. Tilgangur hennar er að varpa ljósi á þau áreiðanlegu vísindi sem lagt hafa grunn að farsælum framförum í búfjárrækt og benda á mikilvægi kjöts í matvælakerfum mannkyns. Í yfirlýsingunni segir að búfjárrækt hafi þróast á grundvelli ströngustu vísinda, hún sé of dýrmæt til að verða fórnarlamb smættarhyggju, einföldunar og ofstækis.

Þar segir einnig að matvælakerfi heimsins standi frammi fyrir ærnum áskorunum sem felast í því að tryggja fæðuöryggi og næringu fyrir sífellt vaxandi mannfjölda heims. Um leið þurfi hún að mæta kröfum um bættar aðferðir í takt við þarfir umhverfisins.

Meðal þeirra sem hafa skrifað undir viljayfirlýsinguna eru 85 vísindamenn á Spáni, 72 í Bandaríkjunum, 52 á Ítalíu og 50 vísindamenn í Ástralíu en enn þá er hægt að styðja í gegnum vefsíðuna www.dublin-declaration.org.

Enginn vísindamaður með aðsetur á Íslandi hefur skrifað undir en yfir þrjátíu manns á Norðurlöndum hafa þegar stutt Dyflinnaryfirlýsinguna

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...