Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Vandamál í landbúnaði og matvælaframleiðslu innan Evrópusambandsins voru ærin á síðasta ári.
Vandamál í landbúnaði og matvælaframleiðslu innan Evrópusambandsins voru ærin á síðasta ári.
Mynd / Gov.si
Utan úr heimi 19. janúar 2023

Debet og kredit 2022

Höfundur: Vilmundur Hansen

Uppgjör ársins 2022 í landbúnaði á heimsvísu og ekki síst innan Evrópusambandsins leiðir ýmislegt áhugavert í ljós. Hvað tókst vel og hvað rann út í sandinn? Á heimasíðunni politico.eu er að finna grein sem tekur saman debet og kredit ársins.

Innrás Rússa í Úkraínu í febrúar á síðasta ári og stríðsátökin þar hafa haft gríðarleg áhrif á orkuverð í Evrópu og landbúnað í heiminum. Verð á áburði og öðrum aðföngum til bænda hefur hækkað og í framhaldinu verð á matvælum til neytenda. Hverjir eru það sem hafa hagnast eða tapað fjárhagslega á slíkum hækkunum?

Óleyst mál og verðhækkanir

Vandamál í landbúnaði og matvælaframleiðslu voru ærin fyrir og innrás Rússa í Úkraínu voru eins og að hella olíu á eldinn. Þjóðir heims voru rétt að ná sér eftir Covid-faraldurinn og lítill sem enginn árangur hafði eða hefur náðst í baráttunni við loftslagsbreytingar. Árið 2022 stóð því heimurinn þegar frammi fyrir aðsteðjandi fæðuóöryggi.

Korn á heimsmarkaði

Stríðið í Úkraínu og aðgerðir Rússa hafa komið í veg fyrir útflutning á korni frá Úkraínu og olíu frá Rússlandi og hvort tveggja leiddi til mikilla verðhækkana.

Á friðartímum hefur Úkraína framleitt um 10% af öllu hveiti á heimsmarkaði og stór hluti af því var seldur til fátækari landa heims. Útflutningur á korni frá Úkraínu fór úr fimm milljónum tonna í 1,4 milljón tonn á tímabili og jók það enn á fæðukreppu heimsins og olli hækkun á korni.

Á sama tíma og bændur í Úkraínu hafa staði frammi fyrir gríðarlegum erfiðleikum hefur verð á korni á heimsmarkaði og framfærslukostnaður neytenda hækkað mikið. Ekki er heldur hægt að líta framhjá því að í heiminum líða tugmilljónir manna fæðuskort og tóra margir við hungurmörk.

Fyrr á þessu ári bentu Sameinuðu þjóðirnar á að allt frá upphafi stríðsins hafi spákaupmenn á hrávörumarkaði hagnast verulega á verðhækkununum. Auk þess sem fjöldi fjölþjóðlegra fyrirtækja með sterka markaðsstöðu hafi nýtt sér stöðuna til að hækka álagningu sína og hagnað.

Notkun eiturefna í landbúnaði

Árið 2022 var lögð fram metnaðarfull áætlun um að draga saman notkun eiturefna í landbúnaði í löndum innan Evrópusambandsins um helming fyrir árið 2030.

Ekki voru allir sáttir við áætlunina og í framhaldinu var bent á að í henni væri ekki gert ráð fyrir því að hún mundi hafa áhrif á matvælaframleiðslu og líklega draga úr henni. Áætlunin hefur því verið tekin til endurskoðunar.

Ljóst er að þeir sem vilja draga úr notkun eiturefna í landbúnaði hafa lotið í lægra haldi að þessu sinni og að þeir sem mótmæltu áætluninni standi með pálmann í höndunum.

Áburðarverð

Fyrir innrás Rússa í Úkraínu sáu Hvíta-Rússland og Rússar Evrópu fyrir um 60% af áburði til landbúnaðar og í kjölfar stríðsins hækkaði verð á honum um 149%.

Hækkunin var gríðarlegt högg fyrir bændur og þrátt fyrir að þeir hafi víða fengið stuðning ríkisvaldsins til að mæta hækkuninni olli hún hækkun framleiðslukostnaðar og á matvælum til neytenda. Þrátt fyrir að verð á áburði hafi að hluta gengið til baka, gildir ekki það sama um smásöluverð á matvælum.

Eins og gefur að skilja eru það bændur og neytendur, ekki síst í fátækari ríkjum heims, sem mest hafa tapað á hækkun áburðarverðs.

Þeir sem hafa hagnast mest fjárhagslega á hækkuninni eru áburðarframleiðendur eins og Yara, BAFS, OCI, Fertiberia og Grupa Azoty.

Merkingar á matvælum

Í lok síðasta árs stóð til að framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hefði lokið frágangi að stefnu sem krefðist samræmdrar næringarmerkingar framan á matvælapakkningum. Merkingarnar áttu meðal annars að hvetja neytendur til að kaupa hollari matvæli. Deilur milli Frakka og Ítala um hvaða upplýsingar kæmu fram á merkingunum stöðvuðu ferlið.

Varla er hægt að tala um sigurvegara í þessu máli en án efa eru það neytendur sem tapa þar sem upplýsingar um næringarefnainnihald matvæla mundi koma þeim mjög til góða.

Landbúnaðarstefna Evrópusambandsins

Á árinu tókst Evrópuráðinu að áætla útgjöld ríkisstjórna landa innan Evrópusambandsins næstu fimm ár vegna sameiginlegrar landbúnaðarstefnu sambandsins. Gagnrýnendur stefnunnar hafa lengi sagt hana allt of kostnaðarsama og að henni sé stjórnað ofan frá og að ekki sé tekið tillit til sérstöðu einstakra landa eða búgreina innan þeirra.

Það að 28 lands- og svæðisáætlanir hafi verið samþykktar í Brussel er talið vera sigur fyrir bændur. Umhverfisverndarsinnar telja aftur á móti að samþykkt lands- og svæðisáætlana sé afturför og muni draga úr umhverfisvernd.

Skylt efni: Evrópusambandið

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...