Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bændur á Bretlandseyjum eiga erfitt uppdráttar vegna hækkana.
Bændur á Bretlandseyjum eiga erfitt uppdráttar vegna hækkana.
Mynd / M&S
Utan úr heimi 16. júní 2023

Breskir bændur stynja undan verðhækkunum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Bretar glíma við miklar verðhækkanir á matvöru, rúm 19% að jafnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, að því er kemur fram á fréttavef BBC.

Hefur það leitt af sér ýmis vandkvæði fyrir bændur á Bretlandseyjum, ekki síður en neytendur. Jafn skörp hækkun hefur ekki sést í tæp 45 ár og valda henni margir samverkandi þættir, svo sem afleiðingar Covid-19 faraldursins, breytingar í kjölfar Brexit og innrásarstríð Rússa í Úkraínu. Útsæði og áburður hefur hækkað umtalsvert í verði í Bretlandi eins og annars staðar og segjast bændur þar verða varir við nærfellt daglega hækkun á aðföngum til landbúnaðar. Svo tekið sé dæmi hefur kostnaður kartöflubónda í Pembrokeshire vegna áburðarkaupa farið úr 290 pundum í 900 á örfáum misserum, úr 50 þúsund íslenskum krónum í 158 þúsund krónur.

Hvað varðar hækkun á landbúnaðarvörum til breskra neytenda má nefna að agúrkur hafa til dæmis hækkað um 54%, gerilsneydd mjólk um 33% og kartöflur og smjör um 28%

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...