Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Brasilía hefur lýst yfir neyðarástandi í dýraheilbrigði landsins vegna fuglaflensu.
Brasilía hefur lýst yfir neyðarástandi í dýraheilbrigði landsins vegna fuglaflensu.
Mynd / E. Myznik
Utan úr heimi 15. júní 2023

Brasilía lýsti yfir neyðarástandi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Brasilísk stjórnvöld lýstu seint í maí yfir neyðarástandi í dýraheilbrigði í 180 daga vegna fuglaflensutilfella í villtum fuglum.

H5N1-veiran er mjög smitandi fyrir margar fuglategundir, þar á meðal alifugla. Brasilía er stærsti útflytjandi kjúklingakjöts á heimsvísu.

Tilfelli H5N1 í villtum fuglum hafa verið staðfest í landinu, einkum á tveimur svæðum um miðbik austurstrandarinnar, og hefur landbúnaðarráðuneyti landsins sett á fót neyðaraðgerðamiðstöð til að samræma og skipuleggja aðgerðir á landsvísu gegn vágestinum. Útflutningur síðasta árs á kjúklingakjöti frá Brasilíu nam um 9,7 milljörðum dollara, segir á fréttaveitu Reauters. Samkvæmt leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) muni Brasilía að svo stöddu ekki fyrirskipa sölubann á alifuglum vegna fuglaflensunnar. Mestu kjötframleiðslusvæðin eru í Brasilíu sunnanverðri.

Kína er helsti kaupandi brasilísks kjúklingakjöts og er talið líklegt að fuglaflensutilfellin muni hafa áhrif á innflutning frá Brasilíu. Samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðis málastofnuninni (WOAH) hafa nýlega fundist tilfelli fuglaflensu í villtum fuglum og alifuglum á Ítalíu, í Argentínu, Kanada, Tékklandi, Danmörku, Ungverjalandi og Suður-Afríku. Benda greiningar á tilkynningum til WOAH um 18.620 tilfelli fuglaflensu í alifuglum, í 76 löndum á árunum 2005–2019, til að smit séu fátíðust í september, byrji að aukast í október og nái há- marki í febrúar.

Veiran greindist hér innanlands í marslok í stokkönd í Garðabæ og var það fyrsta greining á skæðri fuglaflensu á þessu ári. Síðan hefur borið á fugladauða, einkum hjá ritu og lunda, en öll sýni sem Matvælastofnun hefur rannsakað hafa sýnt að ekki var um fuglaflensu að ræða. Fuglaflensa var skæð í Evrópu síðasta vetur, og þá meðal annars á vetrarstöðvum íslenskra farfugla. Beðið er um að almenningur tilkynni fund á veikum og dauðum villtum fuglum til MAST.

H5N1 er mjög smitandi fyrir fjölda fuglategunda, þar á meðal flestar tegundir alifugla. Ólíkt flestum öðrum fuglaflensuveirum hefur þessi veira einnig sýkt spendýr, þar á meðal ketti, svín og tígrisdýr, og getur borist til manna. Hins vegar er veiran enn illa aðlöguð mönnum og smit frá fuglum til manna er sjaldgæfur atburður samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC).

Skylt efni: fuglaflensa

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...