Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Tómatarnir innihéldu sveppaeitur.
Tómatarnir innihéldu sveppaeitur.
Mynd / Tom Hermans
Utan úr heimi 3. maí 2023

Bannað varnarefni í innkölluðum tómötum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun Frakklands hefur innkallað stóra lotu af tómötum vegna þess að þeir innihalda sveppavarnarefnið klóróþalóníl sem getur verið hættuleg heilsu manna.

Tómatarnir fóru í dreifingu 22. febrúar en hefur nú verið tekið úr sölu úr verslunum. Þeir neytendur sem keypt hafa vöruna geta skilað þeim í verslun og fengið endurgreitt. Matvælastofnun Frakklands segir í tilkynningu að í öllu falli ætti ekki að borða tómatana því neysla sveppaeitursins geti valdið margvíslegum heilsufarsvandamálum. Öllum þeim sem kunna að hafa neytt tómatanna er bent á að ráðfæra sig við lækni ef einhverjir kvillar gera vart við sig.

Notkun varnarefnisins klóróþalóníls er bönnuð í matvælum og fóðri samkvæmt reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Bannið gildir einnig hér á landi samkvæmt ákvæðum EES­samningsins. Bann við notkun þess tók gildi í Evrópu árið 2020.

Efnið er notað sem breiðvirkt varnarefni gegn sveppum, skordýrum og myglu í plöntum. Enn er notkun þess víðtæk í Bandaríkjunum, sér í lagi við ræktun á hnetum, kartöflum og tómötum.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...