Meðal frumkvöðla sem kynna verkefni sín eru framleiðendur sauðaosta undir vörumerkinu Sauðagull.
Meðal frumkvöðla sem kynna verkefni sín eru framleiðendur sauðaosta undir vörumerkinu Sauðagull.
Fréttir 27. nóvember 2020

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu

Höfundur: smh

Í dag klukkan 13 verður haldin uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með ávarp og í kjölfarið munu níu sprotafyrirtæki á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar kynna viðskiptahugmyndir sínar. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum á vef verkefnisins tilsjavarogsveita.is.

Til sjávar og sveita: frá hugmynd í hillu, býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að hátækni í matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi. Hraðallinn er einnig tilvalinn vettvangur fyrir þróun tæknilausna ætlaðar verslun og þjónustu, t.d. greiðslumiðlun, birgðastýringu, flutning o.þ.h. sem snýr að því að koma vörum í hendur viðskiptavina. Hraðlinum er ætlað að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað.

Hraðallinn stendur yfir í tíu vikur og fer fram í annað sinn í ár, en alls hafa borist um 140 umsóknir í verkefnið. Allt að tíu fyrirtæki eru valin til þátttöku ár hvert. Þátttakendur fá aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar fjölda reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga auk fræðslu og þjálfunar. Þátttakendur fá jafnframt fjölda tækifæra til að koma hugmyndum sínum á framfæri og efla tengslanetið.

Umsjón með verkefninu er í höndum Icelandic Startups í samstarfi við Íslenska sjávarklasann. Bakhjarlar verkefnsins eru í Matarauður Íslands, Nettó, Landbúnaðarklasinn og Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið. Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Matís og Eldstæðið.

Smellið á myndina til að fylgjast með viðburðinum.

Þóttust vera eftirlitsmenn MAST
Fréttir 21. janúar 2021

Þóttust vera eftirlitsmenn MAST

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á atburði þar sem tveir einst...

NAWA Technologies komið með einkaleyfi á „byltingarkenndum” bílarafhlöðum
Fréttir 21. janúar 2021

NAWA Technologies komið með einkaleyfi á „byltingarkenndum” bílarafhlöðum

Undanfarna áratugi og enn frekar á síðustu árum og misserum hafa látlausar frétt...

Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika
Fréttir 21. janúar 2021

Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra hefur úthlutað styrkjum til fjölmargra og ...

Kemst allt að 640 km á einni fyllingu
Fréttir 20. janúar 2021

Kemst allt að 640 km á einni fyllingu

Toyota setti á markað í Banda­ríkjunum í byrjun desember, 2021-útgáfu af sportle...

Gjöf til uppbyggingar á skólamann- virkjum í Varmahlíð
Fréttir 20. janúar 2021

Gjöf til uppbyggingar á skólamann- virkjum í Varmahlíð

Stjórn Menningarseturs Skag­firðinga hefur ákveðið að hætta starfsemi og afhenda...

Allar Krónuverslanir nú Svansvottaðar
Fréttir 19. janúar 2021

Allar Krónuverslanir nú Svansvottaðar

Undir lok nýliðins árs voru allar verslanir Krónunnar komnar með Svansvottun. Kr...

Miðlanir standa vel þrátt fyrir lítið innrennsli
Fréttir 18. janúar 2021

Miðlanir standa vel þrátt fyrir lítið innrennsli

Vill að tollasamningar við ESB verði endurskoðaðir
Fréttir 18. janúar 2021

Vill að tollasamningar við ESB verði endurskoðaðir

Félag svínabænda hélt aðalfund sinn núna í gegnum fjarfundar­búnað föstudaginn 1...