Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Uppgjör vegna álagsgreiðslna
Fréttir 6. janúar 2023

Uppgjör vegna álagsgreiðslna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælaráðuneytið hefur gengið frá uppgjöri vegna álagsgreiðslna, sprettgreiðslna, á jarðræktarstyrki og landgreiðslur. Hefðbundin jarðræktarstuðningur verður greiddur út á næstu dögum.

Fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu að heildarupphæð uppgjörsgreiðslu er um 52.000.000 kr. en alls var álagsgreiðsla stjórnvalda vegna jarðræktar og landgreiðslna um 517.000.000 kr. Álagsgreiðslurnar eru hluti af svokölluðum sprettgreiðslum stjórnvalda sem var komið á að fengnum tillögum spretthóps sem skipaður var í júní síðastliðinn vegna hækkandi matvælaverðs. Um 90% af greiðslum voru greiddar út í október og byggðust á innsendum umsóknum.

Nýgert uppgjör byggir hins vegar á niðurstöðu úttektar ráðuneytisins ásamt 10% fjárveitingarinnar sem haldið var eftir fyrir endanlegt uppgjör. Bændur hafa fengið sendar tilkynningar og upplýsingar um uppgjörið í Afurð og í stafrænt pósthólf á Ísland.is.

Skylt efni: jarðræktarstyrkir

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...