Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Uppgjör vegna álagsgreiðslna
Fréttir 15. desember 2022

Uppgjör vegna álagsgreiðslna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælaráðuneytið hefur gengið frá uppgjöri vegna álagsgreiðslna, sprettgreiðslna, á jarðræktarstyrki og landgreiðslur. Hefðbundin jarðræktarstuðningur verður greiddur út á næstu dögum.

Fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu að heildarupphæð uppgjörsgreiðslu er um 52.000.000 kr. en alls var álagsgreiðsla stjórnvalda vegna jarðræktar og landgreiðslna um 517.000.000 kr. Álagsgreiðslurnar eru hluti af svokölluðum sprettgreiðslum stjórnvalda sem var komið á að fengnum tillögum spretthóps sem skipaður var í júní síðastliðinn vegna hækkandi matvælaverðs. Um 90% af greiðslum voru greiddar út í október og byggðust á innsendum umsóknum.

Nýgert uppgjör byggir hins vegar á niðurstöðu úttektar ráðuneytisins ásamt 10% fjárveitingarinnar sem haldið var eftir fyrir endanlegt uppgjör. Bændur hafa fengið sendar tilkynningar og upplýsingar um uppgjörið í Afurð og í stafrænt pósthólf á Ísland.is.

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...