Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, getur ekki verið annað en ánægður með þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í sveitarfélaginu.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, getur ekki verið annað en ánægður með þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í sveitarfélaginu.
Fréttir 9. nóvember 2023

Uppbygging á Hvolsvelli

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mjög mikið er að gerast í uppbyggingu í kringum ferðaþjónustu í Rangárþingi eystra, bæði hjá litlum aðilum og stórum.

„Það virðist ekki vera neitt lát á uppbyggingu hjá okkur, alls staðar er verið að byggja og byggja. Núna eru til dæmis 74 íbúðir í byggingu á Hvolsvelli. Hinar 23 eru í byggingu í póstnúmeri 861, það er að segja í Fljótshlíð, Landeyjum og undir Eyjafjöllum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, aðspurður hvort það hafi hægst eitthvað á byggingaframkvæmdum í sveitarfélaginu vegna hárrar verðbólgu og vaxta.

„Við erum að fara að opna á lóðaumsóknir í þriðja áfanga Hallgerðartúns á Hvolsvelli sem eru par-, rað- og fjölbýlishúsalóðir, alls 32 íbúðir,“ segir Anton enn fremur.

En hvaða fólk er aðallega að flytja í sveitarfélagið?

„Það er alls konar fólk að byggja hjá okkur, til dæmis ungt fólk sem hefur verið í minni íbúðum er að stækka við sig og eldra fólk sem er að byggja sér hentugra og viðhaldsminna húsnæði. Svo alls konar fólk sem flytur til okkar til þess að sinna sínum störfum í ferðaþjónustu, skólastofnunum og annarri þjónustu. Leigumarkaður á Hvolsvelli er mjög lítill eða enginn og þar er verulegur skortur. Við vonumst til að sú uppbygging sem er hafin og er í kortunum leysi það að einhverju leyti,“ segir Anton Kári.

„Það er mest megnis í dreifbýli, en þar eru áætlanir um talsverða uppbyggingu eins og nokkur stór hótel og gríðarlega flott spa. Einnig eru minni aðilar í uppbyggingu smáhýsa og fleira. Talsverð plön eru líka í gangi á Hvolsvelli, t.d. fyrsti áfangi 200 herbergja hótels sem verður staðsett við LAVA og svo er líka að fara í gang núna á næstu dögum uppbygging á miðbæjarreitnum okkar, en þar verða íbúðir í bland við verslun og þjónustu,“ segir Anton Kári og telur þróunina mjög ánægjulega og góða fyrir sveitarfélagið.

„Að vísu kallar það að sjálfsögðu á að okkar innviðir ráði við fjölgunina, sem við gerum nú þegar með nægu leikskólaplássi, skólaplássi og góðu úrvali af verslun og þjónustu.“

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...