Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Uppboðsverð loðskinna mjakast upp
Fréttir 1. júlí 2016

Uppboðsverð loðskinna mjakast upp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skinnauppboð, Köbenhagen Fur, hófst í Kaupmannahöfn 20. júní og stendur fram á miðvikudag í næstu viku. Minkaskinn til sölu á uppboðinu eru 7,1 milljón og kaupendur 600. Framleiðsla á minkaskinnum á Íslandi er um 190 þúsund árið 2016.

Einar Einarsson loðdýrabóndi segir að fyrsta daginn hafi meðal annars verið seld skinn af sel og ref og fleiri tegundum sem ekki eru framleiddar á Íslandi. „Á öðrum degi var byrjað að selja minkaskinn og mér sýnist að þau séu öll að seljast. Enn sem komið er lítið hægt að segja um verðbreytingar frá uppboðinu í janúar en mér sýnist verð vera að mjakast upp.“

Bjartsýnn á útkomuna

Sala á aðallitum eins og silverblue og eru framleiddir á Íslandi hófst 22. júní og eru að hækka lítillega í verði. Einar segir að ekki sé enn hægt að segja hvort skinn frá Íslandi séu að seljast á svipuðu verði og skinn frá öðrum löndum. „Við sjáum það ekki fyrr en lengra er liðið á uppboðið. Íslensk skinn komu mjög vel út á uppboðinu í apríl síðastliðnum gagnvart öðrum þjóðum og ég er bjartsýnn á að það haldist.“

Minna framboð en undanfarin ár

Einar segir að framboð á minkaskinnum hafi dregist mikið saman. „Á síðasta ári voru 72 milljón skinn í boði en framboðið var mest 82 milljón skinn árið 2014. Í ár er talið að þau verði undir 60 milljón. Ég er ekki með tölu yfir fjölda skinna frá Íslandi og fæ hana ekki fyrr en uppboðinu er lokið en framleiðsla er um 190 þúsund minkaskinn á þessu ári.“

Miklar verðsveiflur

Árin 2010 til 2013 var verð á minkaskinnum gott og náði hámarki 2013. Einar segir að í kjölfar þess hafi framleiðslan aukist mikið og verð lækkað 2014 og áfram 2015 og ná lágmarki í september það ár. Verð voru áfram lág fram á fyrsta fjórðung 2016 en hækkuðu aðeins á uppboðinu í apríl síðastliðinn.

„Á uppboðinu núna eru 7,1 milljón minkaskinn til sölu og mér sýnist að þau muni öll seljast.“

Enn undir framleiðslukostnaði

Einar segir að þrátt fyrir þungan róður hjá íslenskum minkabændum síðustu ár sé ágætt hljóð í mönnum miðað við að söluverð á skinnum sé undir framleiðslukostnaði og hefur verið það frá því í upphafi árs 2015.

„Í dag kostar sjö þúsund krónur að framleiða hvert minkaskinn en söluverð á þeim í janúar og febrúar síðastliðinn var milli fjögur og fimm þúsund krónur. Ég vona því innilega að söluverðið eigi eftir að mjakast upp á við á yfirstandandi uppboði,“ segir Einar Einarsson, bóndi á Skörðugili.

Skylt efni: Loðdýr | loðskinn | uppboð

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...