Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Unnsteinn Snorri hættir hjá Bændasamtökunum
Fréttir 9. mars 2023

Unnsteinn Snorri hættir hjá Bændasamtökunum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnastjóri Bændasamtaka Íslands (BÍ) og bóndi á Syðstu- Fossum í Andakíl, hefur sagt upp störfum sínum hjá samtökunum og mun hætta 31. maí næstkomandi.

Hann kom fyrst til starfa fyrir BÍ árið 2007 sem ráðunautur hjá Byggingaþjónustu landbúnaðarins. Starfaði svo um tíma hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) áður en hann hélt utan til Svíþjóðar til að starfa við vöruþróun hjá DeLaval um mitt ár 2011. Eftir tveggja ára dvöl í Svíþjóð sneri Unnsteinn heim og starfaði um skeið hjá RML, en tók svo við framkvæmdastjórastöðu hjá Landssamtökum sauðfjárbænda árið 2017.

Eftir breytingar á félagskerfi landbúnaðarins, með sameiningu búgreinafélaganna við BÍ sumarið 2021, hefur hann verið í fullu starfi fyrir samtökin.

Samhliða störfum sínum fyrir bændur stundar Unnsteinn sjálfur búskap á á Syðstu-Fossum í Andakíl í Borgarfirði.

„Við erum með hross og sauðfé, en búskapurinn telst nú ekki vera stór í sniðum. Ég ætla mér að einhverju leyti að fara og sinna búskapnum meira en er ekki búinn að setja markið á annað starf. Tíminn hjá BÍ hefur verið ákaflega góður en fyrir mig var einfaldlega kominn tími á breytingar. Mér finnst að þeir sem starfa við stefnumótun og eru leiðandi í svona samtökum eigi ekki endilega að vera mjög lengi. BÍ er að mínu mati á réttri leið eftir að hafa gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Við vorum að klára glæsilegt búgreinaþing sem sýnir að samtökin eru að ná réttum takti í þessu félagskerfi. Ég verð áfram til taks í þeim fjölmörgu verkefnum sem eru fram undan í starfinu og kveð samtökin mjög sáttur.“

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...