Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Unnsteinn Snorri hættir hjá Bændasamtökunum
Fréttir 9. mars 2023

Unnsteinn Snorri hættir hjá Bændasamtökunum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnastjóri Bændasamtaka Íslands (BÍ) og bóndi á Syðstu- Fossum í Andakíl, hefur sagt upp störfum sínum hjá samtökunum og mun hætta 31. maí næstkomandi.

Hann kom fyrst til starfa fyrir BÍ árið 2007 sem ráðunautur hjá Byggingaþjónustu landbúnaðarins. Starfaði svo um tíma hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) áður en hann hélt utan til Svíþjóðar til að starfa við vöruþróun hjá DeLaval um mitt ár 2011. Eftir tveggja ára dvöl í Svíþjóð sneri Unnsteinn heim og starfaði um skeið hjá RML, en tók svo við framkvæmdastjórastöðu hjá Landssamtökum sauðfjárbænda árið 2017.

Eftir breytingar á félagskerfi landbúnaðarins, með sameiningu búgreinafélaganna við BÍ sumarið 2021, hefur hann verið í fullu starfi fyrir samtökin.

Samhliða störfum sínum fyrir bændur stundar Unnsteinn sjálfur búskap á á Syðstu-Fossum í Andakíl í Borgarfirði.

„Við erum með hross og sauðfé, en búskapurinn telst nú ekki vera stór í sniðum. Ég ætla mér að einhverju leyti að fara og sinna búskapnum meira en er ekki búinn að setja markið á annað starf. Tíminn hjá BÍ hefur verið ákaflega góður en fyrir mig var einfaldlega kominn tími á breytingar. Mér finnst að þeir sem starfa við stefnumótun og eru leiðandi í svona samtökum eigi ekki endilega að vera mjög lengi. BÍ er að mínu mati á réttri leið eftir að hafa gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Við vorum að klára glæsilegt búgreinaþing sem sýnir að samtökin eru að ná réttum takti í þessu félagskerfi. Ég verð áfram til taks í þeim fjölmörgu verkefnum sem eru fram undan í starfinu og kveð samtökin mjög sáttur.“

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f