Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Áformað er að dagsframleiðsla á tómötum verði 13 tonn árið 2025.
Áformað er að dagsframleiðsla á tómötum verði 13 tonn árið 2025.
Fréttir 1. febrúar 2024

Undirbúningur gengur vel fyrir risagarðyrkjustöð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Undirbúningsvinna gengur vel fyrir verkefni Landnýtingar, sem felst í því að reisa risagarðyrkjustöð á iðnaðarsvæði í Árnesi, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Frá þessum áformum var greint hér í blaðinu í byrjun september, þar sem fram kom að fyrsta fasa ætti að vera lokið strax á næsta ári og að heildarframleiðslan yrði þá um 13 tonn af tómötum á dag en gert var ráð fyrir að stöðin stæði þá á sex hektara landi. Fullbúin myndi stöðin ná yfir 26 hektara og skila 56 tonna tómataframleiðslu dag hvern sem vonir standa til að verði árið 2027.

Samkomulag um 30 ha land

Að sögn Óttars Makuch, framkvæmdastjóra Landnýtingar, miðar verkefninu vel áfram og fjármögnun gengur vel. Hann segir að þegar fjármögnun verði lokið, hefjist framkvæmdir.

Í upphaflegum áformum var gert ráð fyrir að framkvæmdir myndu hefjast strax á þessu ári, ef allt gengi samkvæmt áætlun.

Samkomulag var undirritað í lok ágúst við Sveitarfélagið Skeiða- og
Gnúpverjahrepp um uppbyggingu á garðyrkjustöðinni, en í því er Landnýtingu tryggðir 30 hektara lands á svæðinu og gildir það í 12 mánuði. Á því tímabili skuldbindur sveitarfélagið sig til að úthluta
lóðinni eða svæðinu ekki til annarra aðila. Stefnt er að því að á þessum tíma verði undirritaður skuldbindandi samningur um skipulagsvinnuna fram undan, úthlutun lóða og verkefnið í heild til framtíðar.

Engin ljósmengun

Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að samkvæmt hans upplýsingum gangi vinna við að tryggja fjármögnun verkefnisins vel.

„Ég fór með forsvarsmönnum Landnýtingar til Hollands í nóvember að skoða hús og framleiðslu eins og stefnt er að að reisa hjá okkur og var ferðin mjög áhugaverð.

Búnaðurinn í gróðurhúsunum kemur algjörlega í veg fyrir ljósmengun frá húsunum sem er eini þátturinn sem við höfðum áhyggjur af,“ segir sveitarstjórinn.

Hann telur ljóst að allar forsendur séu fyrir því að byggja upp slíka framleiðslu á Íslandi á stórum skala og hefur fulla trú á að verkefnið raungerist og uppbyggingin hefjist á þessu eða næsta ári. 

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...