Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Árið er rétt byrjað en þegar eru 24 nýjar New Holland vélar á leið til landsins.
Árið er rétt byrjað en þegar eru 24 nýjar New Holland vélar á leið til landsins.
Fréttir 16. febrúar 2017

Umtalsverð aukning var í sölu nýrra dráttarvéla á Íslandi á síðasta ári

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sala nýrra dráttarvéla á Íslandi tók talsvert við sér á síðasta ári og er óðum að nálgast það sem sumir telja eðlilegt með tilliti til endurnýjunar. Miðað við þetta virðist bjartsýni bænda á framtíðina hafa aukist mjög mikið. 
 
Þótt salan þyki vera ágæt á dráttarvélum um þessar mundir er þó ekki verið að tala um neinar þúsundir véla. Eigi að síður jókst salan úr 121 vél á árinu 2015 í 154 nýjar dráttarvélar. Oft er talað um að 200 til 250 dráttarvélar geti talist eðlilegur fjöldi á ári til að fullnægja endurnýjunarþörf. Þegar mesti hasarinn var fyrir efnahagshrunið mikla var verið að flytja hér inn allt að 350 nýjar vélar. 
 
Í þessum samanburði er einungis verið að tala um nýjar dráttarvélar samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu sem bændur kannast við, en ekki liðléttinga og önnur tæki sem líka var selt mikið af í fyrra. Ef það væri allt inni í dæminu væri markaðshlutfallið væntanlega talsvert annað. Erfitt getur þó verið að flokka í sundur samkvæmt opinberum gögnum hvort um raunverulegar dráttarvélar er að ræða eða ekki og meira að segja dæmi um að flutt hafi verið inn fjórhjól á liðnum árum sem skilgreind hafa verið sem dráttarvélar. Þá er hér heldur ekki tekið tillit til innfluttra notaðra dráttarvéla sem alltaf er talsvert um á markaðnum. 
 
 
Valtra frá Jötni vélum söluhæst 
 
Jötunn vélar tróna á toppnum með 39,6% markaðshlutdeild samkvæmt opinberum gögnum. Hjá þeim er það dráttarvélategundin Valtra sem heldur uppi merkinu og var jafnframt söluhæsta dráttarvélategundin í nýjum innfluttum vélum á síðasta ári. Voru fluttar inn 39 slíkar vélar á síðasta ári á móti 27 árið áður, en þá var Valtra líka söluhæsta vélin. Massey Ferguson var svo næst söluhæsta dráttarvélamerkið með 22 vélar. 
 
Kraftvélar á mikilli siglingu
 
Fyrirtækið Kraftvélar virðist vera komið með verulegan byr í seglin og hefur aukið markaðshlutdeild sína úr 9,9% í 19,5% á milli ára. Þar er það New Holland sem heldur uppi merkinu með 20 vélar seldar á síðasta ári á móti 9 vélum á árinu 2015. Þegar munu 24 nýjar New Holland vélar vera á leið til landsins og árið rétt byrjað.  Þá eru Kraftvélar einnig með Case IH dráttarvélar sem tóku mikið stökk í sölu, eða úr þremur vélum 2015 í 10 vélar á síðasta ári. 
 
Vélfang í góðum málum með CLAAS og Fendt
 
Þriðja öflugasta innflutningsfyrirtækið í sölu nýrra dráttarvéla á síðasta ári og með 15,8% markaðshlutdeild var Vélfang. Þar eru það vélar af gerðinni CLAAS sem halda uppi sölunni með 18 seldum vélum. Af gæðingnum Fendt seldust svo 6 vélar á síðasta ári. 
 
Deutz Fahr frá Þór nýtur vaxandi vinsælda 
 
Hið gamalgróna fyrirtæki Þór kemur svo í fjórða sæti með 14,2% markaðshlutdeild. Þar er það hið fornfræga þýska gæðamerki Deutz Fahr sem gerir það best með 16 seldar vélar á móti 11 vélum árið áður. Síðan kemur Kubota frá Japan með 6 vélar. 
 
Hið rótgróna merki John Deere að ná góðri fótfestu á ný
 
Þá koma VB landbúnaðarvélar í fimmta sæti með 3,8% markaðshlutdeild í sölu nýrra dráttarvéla samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu. Þar er það John Deere sem stendur upp úr með 4 seldar vélar.
Þessi tegund virðist vera að vaxa í vinsældum á ný, en John Deere var mjög vinsælt merki, ekki síst með sínar traktorsgröfur fyrir verktakageirann hér á árum áður. Þá eru VB landbúnaðarvélar einnig að selja hina vel þekktu tegund Zetor, sem margir halda tryggð við. Af þeim seldust 2 vélar á síðasta ári, en 10 árið á undan. 
 
Hörð samkeppni í sölu einfaldari dráttarvéla
 
Ursus dráttarvélarnar, sem Stjörnublikk hefur verið að flytja inn frá Póllandi, virðast ekki hafa fangað hug kaupenda á síðasta ári eftir ágæta innkomu árið 2015 með 6 vélar. Eins og Zetorinn hefur Ursus vakið hrifningu margra fyrir minna tækniprjál en þekkist í dýrari vélum. Þar fengu þessar tegundir þó hressilega samkeppni á síðasta ári þegar innflutningur hófst á einföldum og ódýrum Solis dráttarvélum frá Indlandi.
Af Solis seldust 8 vélar, af ýmsum stærðum, en þessi tegund hefur verið að hasla sér völl í Evrópu, einkum sökum lágs verðs og einfaldleika. 
 

7 myndir:

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...