Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Umferðin, holóttu vegirnir og hætturnar
Fréttir 2. júní 2020

Umferðin, holóttu vegirnir og hætturnar

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is
Nú er að koma betur í ljós þær miklu skemmdir á vegakerfinu eftir síðasta vetur og væntanlega dylst það engum að aldrei hafa vegir komið svona illa undan vetri. Það er kannski í grófara lagi að segja að allir vegir séu meira og minna ónýtir, en það er einfaldlega ekki fjarri lagi. 
 
Það er sama hvert ekið er, alls staðar holur, ójöfnur og miklar skemmdir á vegum og af þessum sökum þarf að fara sérstaklega varlega.
 
Aldrei önnur eins sala á reiðhjólum
 
Aldrei hefur önnur eins sala verið á nýjum reiðhjólum og það sem af er ári, nánast allar reiðhjólabúðir hafa selt nú þegar öll hjól sín og beðið er eftir nýjum sendingum. Um síðustu áramót breyttust aðeins umferðarreglur og nú má ekki taka fram úr reiðhjóli nema að vera í 1,5 metra fjarlægð frá hjólinu við framúraksturinn. 
 
Hjólreiðafólk sem hjólar á þjóðvegum þar sem ætlast er til þess að þessi nýju lög séu virt verða að koma á móts við bílaumferðina og hjóla ekki hlið við hlið, sérstaklega ekki þar sem komið er að blindhæð eða blindhorn er á vegi og líka þegar hvít óbrotin lína er á miðjum veginum. Flest hjólreiðafólk er til fyrirmyndar í umferðinni, hjólar í áberandi klæðnaði, með blikkandi ljós framan og aftan, en það má gera betur. Best væri ef sú vinna kæmi innan frá sem fræðsla frá hjólreiðamanni til hjólreiðamanns.
 
Mótorhjólafólk er að átta sig á nauðsyn þess að vera sýnilegt
 
Fáir vita það að hönnun blind­horns­vara í bílum er tilkomin vegna neikvæðrar greina í mótor­hjóla­blöðum um ákveðna tegund bíla sem voru samkvæmt skoðanakönnun hættulegastir mótorhjólamönnum í umferðinni vegna þess að þeir skiptu um akrein án þess að gæta nægilega að sér og úr var slys eða banaslys. Fyrir fjörutíu árum þegar ég var að byrja minn mótorhjólaferil var það nánast óskrifuð lög að klæðast öllu svörtu, en með árunum hafa mótorhjólamenn lært af biturri reynslu að vera í sýnileikafatnaði við akstur bifhjóla, það skilur á milli lífs og dauða. Það sem var „töff“ er nú „púkó“ og nú má sjá heilu flokka mótorhjólafólks ferðast um í gulum vestum við aksturinn.
 
 
Gul blikkandi ljós í umferð
 
Í síðustu viku var ég að keyra um Landeyjar og sá þar nokkra bændur í vorverkum á dráttarvélum út á þjóðvegum, var ánægður með að flestir voru með gul blikkandi ljós á hægfara dráttarvélunum. Það minnti mig á að fyrir nokkru las ég ástralska reglugerð um gul blikkandi varúðarljós á ökutækjum, en sú reglugerð fannst mér nokkuð áhugaverð lesning. Þar sagði m.a.:
 
Blikkandi ljós í umferð má vera blikkandi ef ökutæki ekur á lægri hraða en almennur umferðarhraði er. 
Blikkljós á að slökkva sé ekið á sama hraða og önnur umferð. 
 
Gul blikkandi ljós má nota ef hæð er óvenjuleg, breidd meiri en almenn breidd ökutækja, eða ekið með hættulegan farm. 
 
Ef verið er að vinna í vegkanti með gul blikkandi ljós má aldrei keyra framhjá þeim hraðar en á um 40 km hraða. 
 
Svona ítarleg lesning um gul blikkljós er ekki til hér á landi, eina sem segir er að þau skuli vera gul, en nánast allir hér á landi eru með appelsínugul ljós.
 
Smá aukalesning um þjófnað
 
Þjófnaður á ýmsum eigum fólks hefur verið viðvarandi vandamál í nokkur ár og sjaldgæft er að maður lesi fregnir af þýfi sem finnst. Því miður virðist eins og að þjófnaðarmálum sé að fjölga. 
 
Á stuttu tímabili hef ég lesið um óæskilegar heimsóknir á sveitabýli þar sem verkfærum, reiðhjólum, bíl og fjórhjóli var stolið. Eitt besta ráðið er að koma upp myndavélakerfi og læsa vel húsum, hjólum og öðru sem fólk veit að hætta sé að vera stolið. Til eru lásar sem gefa frá sér skerandi hátíðnitón í 90–110 db. Svona lás hefur gagnast mér vel við að fæla frá óboðna gesti.
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...