Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Umferðin eykst á Hringvegi
Fréttir 24. júní 2021

Umferðin eykst á Hringvegi

Höfundur: MÞÞ

Umferð um Hringveg heldur áfram að aukast. Í nýliðnum maímánuði var hún 8,4% meiri miðað við maí árið á undan, en er þó ekki jafnmikið og hún hafði dregist saman í þeim hinum sama maí fyrir ári síðan um ríflega 10%.

Útlit er fyrir að í ár geti umferðin aukist um 8% prósent en yrði eigi að síður um sex prósentum minni en árið 2019. Þess ber að geta að það var metár í umferðinni. Um er að ræða umferð yfir 16 lykilteljarasnið Vegagerðarinnar á Hringvegi.

Mest aukning á Austurlandi

Umferðin jókst mest yfir teljara á Austurlandi, eða um rúmlega 23%, en á síðasta ári hafði orðið tæplega 40% samdráttur á Austurlandi í sama mánuði. Minnst jókst umferð yfir lykilteljarasnið á og í grennd við höfuðborgarsvæðið, eða um 5%. Af einstökum mælisniðum jókst umferð mest yfir mælisnið á Mýrdalssandi, eða um rétt rúmlega 50%.

Frá áramótum hefur umferðin aukist um rúmlega 12% en á sama tíma á síðasta ári hafði safnast upp 15,5% samdráttur. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.