Umferð gangandi og hjólandi vex ár frá ári
Fréttir 15. desember 2020

Umferð gangandi og hjólandi vex ár frá ári

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýr hjólreiða og göngustígur er á teikniborðinu hjá Svalbarðsstrandarhreppi, en hann mun í framtíðinni tengjast stígakerfum Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar, ná frá bæjarmörkum við Akureyri, yfir Leirubrú og að Garðsvík þar sem hreppsmörk eru í norðri.

Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri segir að þegar sé búið að vinna tillögur að legu stígsins eftir ströndinni. Hönnunargögn liggi fyrir en eftir sé að ákveða og fastsetja legu stígsins og fullhanna hann út frá því. Þá á eftir að endurskoða fjárhagsáætlanir og semja við landeigendur. 

Vegagerðin hefur óskað eftir áfangaskiptingu verksins. Þeir verða þrír, einn liggur frá Leirubrú við Akureyri að Vaðlaheiðagöngum, annar frá göngunum og að Svalbarðseyri og sá þriðji liggur þaðan og að Garðsvík. Björg segir ekki ákveðið á hvaða áfanga verði byrjað en líkur á að nyrsti hlutinn frá Svalbarðseyri og að Garðsvík verði síðastur í röðinni.

Með nýjum göngu- og hjólastíg flyst umferð gangandi og hjólandi fólks af umferðaþungum og hættulegum vegarkafla í Eyjafirði.

Hjólandi umferð af þjóðveginum

Björg segir þeim fjölga mjög sem hjóla sér til heilsubótar. 

„Við sjáum kippinn sem kom í umferð gangandi og hjólandi fólks þegar stígurinn fram að Hrafnagili var tekin í notkun og allir íbúar á svæðinu geta nýtt sér til útivistar. Við verðum líka vör við vaxandi umferð hjólreiðamanna ár frá ári. Með göngu og hjólastíg fáum við hjólandi umferð af erfiðum þjóðvegi og gefum gangandi vegfarendum tækifæri á að njóta náttúru og útivistar,“ segir hún.  „Fyrst og fremst eru stígarnir gerðir fyrir heimamenn og íbúa í nágrannasveitarfélögum en nýtist augljóslega fyrir aðra gesti og ferðamenn.“  

Stefnt er að því að ganga frá samningum við landeigendur og Vegagerð fyrir gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022 og að hægt verði að hefja framkvæmdir á því ári. Björg segir að í millitíðinni hafi verið unnið að gönguleiðum innan Svalbarðseyrar, meðfram stöndinni og nú sé verið að vinna kort þar sem gestir geti séð hvar hentugt er að leggja bifreiðum, hvar sé að finna borð og bekki, hversu langar gönguleiðir séu og hvað markvert ber fyrir auga á leiðinni.

Fyrr í sumar samþykkti sveitarstjórn Hörgársveitar að hefja undirbúning að göngu og hjólastíg frá Lónsbakka við sveitarfélagamörkin við Akureyri og að Þelamerkurskóla. Samþykktin var gerð í tilefni af 10 ára afmæli Hörgársveitar. Hjólreiðafólk getur því hlakkað til að bruna á góðum stíg frá Þelamörk og út að Garðsvík einn góðan veðurdag innan fárra ára. Þá má geta þess að sumarið 2018 var tekin í notkun 7,5 kílómetra langur göngu og hjólastígur sem liggur meðfram Eyjafjarðarbraut vestari frá Hrafnagilshverfi að bæjarmörkum Akureyrar og er hann mjög mikið notaður. 

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997
Fréttir 26. febrúar 2021

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997

Árið 2020 voru 2.320 hross flutt út frá Íslandi en eftirspurn eftir íslenska hes...

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga
Fréttir 26. febrúar 2021

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga

Fyrstu niðurstöður úr mæl­ingu á kolefnisfótspori garðyrkju­stöðvarinnar Lambhag...

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun
Fréttir 25. febrúar 2021

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt skýrslu um tilraunaverkefni á ve...

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni
Fréttir 25. febrúar 2021

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni

Þingsályktun um þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og not...

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum
Fréttir 25. febrúar 2021

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum

Einn geitfjárræktandi var í hópi umsækjenda um styrk úr Matvælasjóði. Hann fékk ...

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla
Fréttir 24. febrúar 2021

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla

Á aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla, sem haldinn var í gær með fjarfunda...

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum
Fréttir 23. febrúar 2021

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum

Fyrirtækið Navistar í Banda­ríkjunum tekur þátt í inn­leiðingu nýrra orkugjafa í...

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja
Fréttir 19. febrúar 2021

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja

Kínverjar kynntu til sögunnar glænýja sjálfstýrða vetnis- og rafhlöðuknúna drátt...