Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Talið er að umtalsvert færri sláturlömb nú miðað við síðustu sláturtíð, megi rekja meðal annars til áhrif ótíðarinnar í fyrra á frjósemi ánna.
Talið er að umtalsvert færri sláturlömb nú miðað við síðustu sláturtíð, megi rekja meðal annars til áhrif ótíðarinnar í fyrra á frjósemi ánna.
Mynd / smh
Fréttir 11. september 2025

Um 80% af sláturfé frá Blönduósi á Sauðárkrók og Hvammstanga

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ekki verður slátrað hjá Kjarnafæði Norðlenska (KN) á Blönduósi sem þýðir að hlutur þess í sauðfjárslátrun dreifist að mestu á fjögur sláturhús, en um 70 þúsund fjár var slátrað á Blönduósi í síðustu sláturtíð.

Aukning er í bókunum hjá þeim öllum. Kaupfélag Skagfirðinga (KS ) og SKVH reka sláturhús hvort sinum megin við Blönduós, bæði á Hvammstanga og á Sauðárkróki. Samkvæmt Einari Kára Magnússyni aðstoðarsláturhússtjóra KS, er útlitið ágætt með pantanir og von á nokkurri fjölgun. Á Sauðárkróki erum við að fjölga um svona 23 þúsund frá því í fyrra og förum í um 114 þúsund – sem samt nær ekki þeim fjölda sem var slátrað á árunum 2017 til 2018. Á Hvammstanga fjölgar um 20 þúsund og við gerum ráð fyrir að alls verði 110 þúsund fjár slátrað þar.“

Væn lömb

Einar Kári telur að um 80% af sláturfénu frá Blönduósi fari til sláturhúsanna á Hvammstanga og Sauðárkróki. „Á landsvísu gerum við ráð fyrir að dilkum sem slátrað verði nú fækki niður í 390 þúsund, en um 404 þúsund var slátrað í fyrra. Árið í fyrra var erfitt hvað varðar tíðarfar og frjósemin eftir því. Þótt bændum hafi ekki fækkað að ráði þá er samt þessi fækkun. Ég hef sjálfur heyrt í mörgum bændum sem eiga 100–200 færri sláturlömb en í fyrra, aðallega út af langtíma áhrifum ótíðarinnar í fyrra á frjósemi ánna,“ segir Einar Kári.

Hann segir að gott útlit sé með vænleika lambanna, haustbeitin líti talsvert betur út en í fyrra. Ásókn í slátrun fyrstu vikurnar er örlítið meiri en verið hefur, en þá er mesta álagið greitt. Einar reiknar með að mestur álagspunktar slátrunar verði í 37. viku, í kringum 11. og 12. september, en þá er greitt 20% álag og byrjað að rétta víða í Húnavatnssýslum og í Skagafirðinum. „Ég spái því að vænleikinn fari upp um 600–700 grömm. Meðalfallþungi í fyrra var um 16,5 kíló, en 16,9 kíló að meðaltali síðustu fimm ár. Ég á von á því að hún fari aðeins yfir 17 kílóin núna.“

Hagræðing í kjötvinnslu í vetur

Sláturhúsið á Blönduósi er í eigu KN. Ákvörðun um að loka því er liður í hagræðingu í rekstri félagsins en mikill taprekstur var þar á síðasta ári. Einar Kári segir að í vetur sé horft til hagræðingar í rekstri á kjötvinnslum undir KS og KN.

Eftir ár ættu svo bændur að geta vænst þess að fá hagstæðara afurðaverð, þegar frekari hagræðingu í úrvinnsluferlinu hefur verið hrint í framkvæmt.

Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri KN, segir að þrátt fyrir samdrátt í heildarfjölda sláturfjár á landinu á milli ára verður aukning í slátrun á Húsavík, þar sem sláturhúsinu á Blönduósi hefur verið lokað. Í sláturhúsi KN á Húsavík stefni í slátrun á um 90 þúsund fjár en var um 85 þúsund í sláturtíðinni 2024, sem er aukning um tæp sex prósent.

Líkt og annars staðar er greitt álag á sláturfé fyrstu vikur slátrunar á Húsvík, en Ágúst Torfi segir að færra fé komi til slátrunar hjá þeim nú á þessum tíma. Erfitt verði að fullnýta sláturgetu hússins fyrstu daga sláturtíðar.

Aukning um 5% hjá SS

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að hann geri ráð fyrir að um 99 þúsund fjár komi til slátrunar hjá þeim, sem þýði um 5% aukningu.

„Eins og mörg undanfarin ár eru álagsgreiðslur fyrstu vikurnar til að hluti bænda sjái sér hag í því að láta slátra þá og bæta nýtingu sláturtímans. Þessar vikur verða vel nýttar hjá okkur,“ segir hann.

Skylt efni: sláturtíð

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...