Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Allt stefnir í að 68 bú muni ekki skila inn innleggi fyrir öllum sínum kvóta.
Allt stefnir í að 68 bú muni ekki skila inn innleggi fyrir öllum sínum kvóta.
Fréttir 21. nóvember 2022

Um 70 bú munu ekki ná að fylla mjólkurkvótann

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Miðað við tölur í byrjun október stefnir í að 68 bú muni ekki fullnýta framleiðslurétt sinn.

Á fyrsta haustfundi nautgripa­bænda BÍ 10. nóvember sl. kom fram að ekki öll kúabú muni framleiða jafnmikla mjólk og greiðslumark þeirra er. Þetta er byggt á tölum matvælaráðuneytisins eftir uppgjör í lok október. Miðað við meðalframleiðslu í nóvember og desember má gera ráð fyrir að þetta verði 68 bú.

Þessar tölur eru góðar í samanburði við árið 2021, þar sem 220 kúabú fullnýttu ekki greiðslumarkið sitt. Stærstur hluti þeirra búa, eða 136, var einum til 20.000 lítrum frá markinu og 60 bú vantaði 20–50 þúsund lítra upp á sett takmark. Athygli vekur að sex bú sátu á algjörlega ónýttum framleiðslurétti árið 2021.

Heildarframleiðslan yfir landið allt stefnir þó í að vera nokkuð nálægt heildargreiðslumarki ársins 2022. Miðað við tölur eftir uppgjörið í október voru 22,3 milljón lítrar ómjólkaðir af 146.500.000 sem stefnt er að.

Skylt efni: greiðslumark

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...