Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Allt stefnir í að 68 bú muni ekki skila inn innleggi fyrir öllum sínum kvóta.
Allt stefnir í að 68 bú muni ekki skila inn innleggi fyrir öllum sínum kvóta.
Fréttir 21. nóvember 2022

Um 70 bú munu ekki ná að fylla mjólkurkvótann

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Miðað við tölur í byrjun október stefnir í að 68 bú muni ekki fullnýta framleiðslurétt sinn.

Á fyrsta haustfundi nautgripa­bænda BÍ 10. nóvember sl. kom fram að ekki öll kúabú muni framleiða jafnmikla mjólk og greiðslumark þeirra er. Þetta er byggt á tölum matvælaráðuneytisins eftir uppgjör í lok október. Miðað við meðalframleiðslu í nóvember og desember má gera ráð fyrir að þetta verði 68 bú.

Þessar tölur eru góðar í samanburði við árið 2021, þar sem 220 kúabú fullnýttu ekki greiðslumarkið sitt. Stærstur hluti þeirra búa, eða 136, var einum til 20.000 lítrum frá markinu og 60 bú vantaði 20–50 þúsund lítra upp á sett takmark. Athygli vekur að sex bú sátu á algjörlega ónýttum framleiðslurétti árið 2021.

Heildarframleiðslan yfir landið allt stefnir þó í að vera nokkuð nálægt heildargreiðslumarki ársins 2022. Miðað við tölur eftir uppgjörið í október voru 22,3 milljón lítrar ómjólkaðir af 146.500.000 sem stefnt er að.

Skylt efni: greiðslumark

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...