Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sauðfé hefur fækkað jafnt og þétt á Íslandi á síðustu árum.
Sauðfé hefur fækkað jafnt og þétt á Íslandi á síðustu árum.
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósenta fækkun sauðfjár á milli ára, úr tæplega 386 þúsund niður í rúmlega 366 þúsund fjár.

Um 95 prósent sauðfjárbúa hafa skilað haustskýrslum fyrir síðasta ár miðað við skil árið 2021.

Í upplýsingum ráðuneytisins kemur fram að ætla megi að hlutfall þeirra sem hafa þegar skilað skýrslum sé enn hærra, ef tekið er tillit til þeirra sem eru hættir frá fyrra ári.

Fullorðnum ám fækkar úr rúmum 301 þúsund niður í rúm 288 þúsund. Ásettum lambgimbrum úr rúmum 66 þúsund niður í rúm 60 þúsund, sem gera um níu prósenta fækkun.

Eftirfylgni með skilum á haustskýrslum stendur nú yfir í ráðuneytinu og má gera ráð fyrir að því ljúki um miðjan apríl.
Sögulega þykir það nú tíðindum sæta að sauðfé er færra á landinu en mannfjöldi, en samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 387.758 íbúar á Íslandi þann 1. janúar 2023.

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...