Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Úkraínumenn taldir hafa skákað Rússum í maísútflutningi á nýliðnu markaðsári
Fréttir 16. júlí 2019

Úkraínumenn taldir hafa skákað Rússum í maísútflutningi á nýliðnu markaðsári

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Rússland virðist hafa misst þriggja ára samfellda forystu í útflutningi á maískorni. Í lok uppgjörstíma á kornmarkaði 30. júní sl. virðist Úkraína hafa náð forystusætinu af Rússlandi samkvæmt frétt The Moscow Times.

Kornskurður (maís) í Úkraínu gekk vel í fyrra og á liðnu hausti, en útflutningur á því skiptir miklu máli fyrir gjaldeyrisöflun í landinu.  Mynd / UGA

Úkraínskum bændum tókst að ná inn 70 milljóna tonna uppskeru og af því voru flutt út til annarra landa 49,7 milljónir tonna. Það er mjög nærri þeim markmiðum sem  stefnt var að en yfirvöld landbúnaðarmála í Úkraínu höfðu spáð 50 milljóna tonna útflutningi. Kornútflutningur frá Úkraínu jókst um 26% á milli ára. Þannig jókst útflutningur á maís um 62% eða sem nam 29,8 milljónum tonna. Hveitiútflutningur dróst hins vegar saman um 9% og endaði í 15,6 milljónum tonna. Þá féll útflutningur einnig á byggi um 18,6% og var 3,6 milljónir tonna samkvæmt opinberum gögnum.

Ekki hefur endanlega verið gefið út hvað útflutningur Rússa á korni var mikill á nýliðnu markaðsári, en talið að það hafi verið á milli 46 til 48 milljónir tonna sem er heldur minna en árið á undan.

Komast ekki í hælfar bandarískra bænda

Þótt þessar þjóðir séu öflugar í maísframleiðslu þá komast þær ekki með tærnar þar sem bandarískir bændur hafa hælana í þeirri grein þótt þar horfi fram á mikinn samdrátt vegna rigninga í ár.

Þó talið sé að Úkraínumenn hafi skákað Rússum í útflutningi á maís á nýliðnu markaðsári, þá eru Rússar mun öflugri  í ræktun á hveiti og leiðandi í hveitiútflutningi á heimsvísu. Mynd / Russia Beyond

Bandaríkjamenn framleiddu rúmlega 371 milljón tonna af maískorni 2016 til 2017 og rúmlega 366 milljónir tonna 2018 til 2019. Þá hafa þeir flutt út um 20% af því eða um 73 til 75 milljónir tonna.
Mikilvægt fyrir gjaldeyrisöflun ríkjanna

Kornútflutningur Rússa og Úkraínu­manna skiptir miklu máli varðandi gjaldeyristekjur og hafa numið um 20 milljörðum dollara hjá hvoru ríki um sig á ári. Þá ýttu rússnesk yfirvöld líka undir aukinn útflutning með afnámi útflutningstolla fyrir þrem árum. Átti það fyrst að gilda til 1. júlí 2018, en var framlengt til 1. júlí 2019. Í lok júní tilkynntu rússnesk yfirvöld svo að núlltollar á útflutning á hveiti munu gilda áfram til 1. júlí 2021.

Rússneskir bændur hafa gert sér vonir um mikla uppskeru á þessu ári og spáð er að hún muni ná í heild 118 milljónum tonna. Þurrkar á Volgusvæðinu eru þó taldir geta dregið úr þeirri uppskeru.

Rússar með háleit markmið um aukinn útflutning

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur gefið það út að vonast sé til að útflutningur á landbúnaðarafurðum tvöfaldist í verðmætum á næstu fimm árum. Hann verði þá að verðmæti 45 milljörðum dollara. Þá gaf forsetinn einnig skipun um að Rússar þróuðu framleiðslu á „grænu“ óerfðabreyttu korni fyrir heimsmarkaðinn. Hefur það fallið vel í kramið hjá hópum fólks víða um heim sem andsnúið er erfðabreyttum matvælum eða GMO.

Mikill vöxtur

Rússar urðu leiðandi í hveiti­út­flutningi á heimsvísu árið 2016. Þá hafði hlutdeild þeirra á hveitimarkaði heimsins fjórfaldast frá árinu 2000.  Þá hefur framleiðsla landbúnaðarins í Rússlandi aukist um 20% á síðustu fimm árum.

Korn er mikilvægt fyrir gjaldeyrisöflun ríkjanna.

Rússar hafa stefnt markvisst að það að verða sjálfum sér nægir um framleiðslu í öllum greinum landbúnaðar. Voru þau markmið sett í kjölfar viðskiptabanns ESB og Bandaríkjanna vegna deilna um Krímskagann. Virðist Rússum hafa tekist vel upp við að uppfylla þessi markmið sín og fátt ætti að geta komið í veg fyrir að háleit markmið um útflutning nái líka fram að ganga. Það væri þá helst óviðráðanlegar breytingar á veðurfari sem gætu sett þar strik í reikninginn. 

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...